Málsmeðferðartími í Landsrétti heldur áfram að lengjast Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 7. júlí 2019 18:15 Málsmeðferðartími í Landsrétti heldur áfram að lengjast en Dómstólasýslan hefur áhyggjur af stöðunni á meðan rétturinn er ekki fullskipaður. Fjórir dómarar hafa ekki sinnt störfum við réttinn síðan Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að ekki hafi verið staðið rétt að skipan dómara við réttinn. Dómsmálaráðherra segir að þrátt fyrir ástandið í Landsrétti hafi verið rétt ákvörðun að skjóta málinu til yfirdeildar Mannréttindadómstólsins Staða Landsréttar hefur verið ofarlega á baugi síðustu daga. Málsmeðferðartími hefur verið langur sökum þess að rétturinn er ekki fullskipaður. RÚV greindi frá því í gær að skrifstofustjóri Landsréttar áætli að um áramótin verði óafgreidd áfrýjuð mál samtals 482. Dómsmálaráðherra óskaði á dögunum eftir upplýsingum frá Landsrétti um fjölda óafgreiddra mála og stöðuna almennt. Verið sé að vinna úr þeim upplýsingum. „Og nú er rétturinn í leyfi. Við gerum ráð fyrir því að fá niðurstöðu um það hvort málið er tekið fyrir eða ekki í byrjun september. Nú erum við einfaldlega að vinna úr þessum erindum og undirbúa okkur samkvæmt því verklagi sem ég hef áður talað um, að vera klár með viðbrögð þegar þar að kemur,“ sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, starfandi dómsmálaráðherra.Íslenska ríkið áfrýjaði niðurstöðu Mannréttindadómstólsins til yfirdeildarinnar í mai.Vísir/EPALjóst er að til þess að fjölga dómurum við Landsrétt þarf lagabreytingu. Möguleiki sem ekki krefst lagabreytingu er að dómararnir fari í launað leyfi. Þurfi þeir þá að óska eftir leyfinu sjálfir. Óvíst er hvort dómararnir hafi hug á því. Íslenska ríkið áfrýjaði niðurstöðu Mannréttindadómstólsins til yfirdeildarinnar í maí. Aðspurð í ljósi stöðunnar hvort eftir á að hyggja hafi verið rétt ákvörðun að skjóta málinu áfram til yfirdeildarinnar segir hún að svo hafi verið. „Já í mínum huga er það það, því við vorum ósammála niðurstöðunni og þetta er sá farvegur sem er til staðar fyrir aðildarríki að Mannréttindadómstólnum þannig við að sjálfsögðu viljum láta á það reyna. Svo kemur í ljós hvort málið er tekið fyrir eða ekki. Ég geri ráð fyrir að það verði tekið fyrir en það kemur bara í ljós og við þá tökum ákvörðun út frá því þegar þar að kemur,“ sagði Þórdís Kolbrún. Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Málsmeðferðartími í Landsrétti heldur áfram að lengjast en Dómstólasýslan hefur áhyggjur af stöðunni á meðan rétturinn er ekki fullskipaður. Fjórir dómarar hafa ekki sinnt störfum við réttinn síðan Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að ekki hafi verið staðið rétt að skipan dómara við réttinn. Dómsmálaráðherra segir að þrátt fyrir ástandið í Landsrétti hafi verið rétt ákvörðun að skjóta málinu til yfirdeildar Mannréttindadómstólsins Staða Landsréttar hefur verið ofarlega á baugi síðustu daga. Málsmeðferðartími hefur verið langur sökum þess að rétturinn er ekki fullskipaður. RÚV greindi frá því í gær að skrifstofustjóri Landsréttar áætli að um áramótin verði óafgreidd áfrýjuð mál samtals 482. Dómsmálaráðherra óskaði á dögunum eftir upplýsingum frá Landsrétti um fjölda óafgreiddra mála og stöðuna almennt. Verið sé að vinna úr þeim upplýsingum. „Og nú er rétturinn í leyfi. Við gerum ráð fyrir því að fá niðurstöðu um það hvort málið er tekið fyrir eða ekki í byrjun september. Nú erum við einfaldlega að vinna úr þessum erindum og undirbúa okkur samkvæmt því verklagi sem ég hef áður talað um, að vera klár með viðbrögð þegar þar að kemur,“ sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, starfandi dómsmálaráðherra.Íslenska ríkið áfrýjaði niðurstöðu Mannréttindadómstólsins til yfirdeildarinnar í mai.Vísir/EPALjóst er að til þess að fjölga dómurum við Landsrétt þarf lagabreytingu. Möguleiki sem ekki krefst lagabreytingu er að dómararnir fari í launað leyfi. Þurfi þeir þá að óska eftir leyfinu sjálfir. Óvíst er hvort dómararnir hafi hug á því. Íslenska ríkið áfrýjaði niðurstöðu Mannréttindadómstólsins til yfirdeildarinnar í maí. Aðspurð í ljósi stöðunnar hvort eftir á að hyggja hafi verið rétt ákvörðun að skjóta málinu áfram til yfirdeildarinnar segir hún að svo hafi verið. „Já í mínum huga er það það, því við vorum ósammála niðurstöðunni og þetta er sá farvegur sem er til staðar fyrir aðildarríki að Mannréttindadómstólnum þannig við að sjálfsögðu viljum láta á það reyna. Svo kemur í ljós hvort málið er tekið fyrir eða ekki. Ég geri ráð fyrir að það verði tekið fyrir en það kemur bara í ljós og við þá tökum ákvörðun út frá því þegar þar að kemur,“ sagði Þórdís Kolbrún.
Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira