Innlent

Átta hundruð ára skessa í skóm númer níutíu

Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Sylvía Hall skrifa
Tröllkonan Súvitra er átta hundruð ára,  notar skó númer níutíu og er með horn á höfði. Hún hefur haldið sig síðustu mánuði í Íshúsi Hafnarfjarðar þar sem heil fjölskylda hefur unnið að henni. Fyrirmynd Súvitru er byggð á teikningu eftir Brian Pilkington en sonur hans skapaði sjálft tröllið.

Skessan Súvitra varð til í hugarheimi Brian Pilkingtons rithöfundar og myndskreytis en skessan tekur á móti gestum á sýningunni Fly Over Iceland sem opnar í sumar og sjaldan fellur eplið langt frá eikinni en sonur hans er þrívíddahönnuður og var fenginn í að móta skessuna. Hann hefur unnið að verkefninu síðan í febrúar og öll fjölskyldan hefur hjálpast að. Brian segir að skessan sé eins og öll tröllin í sögunum hans.

„Hún er bara venjulegt tröll, ekkert vond en gefur góð ráð ef þú hlustar á þau. Hún er ekki vond,“ segir Brian.

Daniel Adam Pilkington, sonur Brian, er þrívíddarhönnuður og þrívíddarprentaði hauskúpu Súvitra. Eftirlíkingin er mjög nákvæm en þar má sjá allar hrukkur tröllkonunnar.

„Ég vil meina að þetta sé næst því sem ég persónulega kemst að því að fæða barn.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×