Erlent

Réðst á kærustu sína í beinni útsendingu á netinu

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Maðurinn hafði verið að spila Fortnite og streymdi frá spilun sinni á netinu.
Maðurinn hafði verið að spila Fortnite og streymdi frá spilun sinni á netinu. Getty/Anadolu Agency
Ástralskur maður hefur játað að ráðast á þungaða kærustu sína í desember síðastliðnum. Málið hefur vakið athygli jafnt í Ástralíu sem og á netinu því árásin náðist á upptöku sem fór á flug á samfélagsmiðlum.Maðurinn, hinn 26 ára gamli James Munday, hafði verið að spila tölvuleikinn vinsæla Fortnite og streyma frá spilun sinni í beinni útsendingu. Áhorfendur sem fylgdust með útsendingunni sáu hvernig Munday snöggreiddist eftir að kærasta hans bað hann ítrekað um að hætta að spila tölvuleikinn og koma og borða með sér kvöldmat.Samkvæmt málsgögnum sem lögð voru fyrir dómara í Ástralíu á Munday að hafa veitt kærustu sinn kinnhest, tekið hana hálstaki og haldið henni niðri eftir að konan hafði kastað í hann smáhlutum. Þrátt fyrir að heyrst hafi í átökunum í útsendingunni féllu þau þó utan myndrammans. Tvö börn parsins voru jafnframt á heimilinu þegar árásin átti sér stað.Munday játaði í dómsal í morgun að hafa ráðist að kærustu sinni og haldið henni niðri, „því ég vildi að hún hætti,“ eins og hann orðað það við skýrslutöku hjá lögreglu. Hann á að hafa sýnt iðrun vegna málsins og talið er að hann hljóti vægari dóm fyrir vikið. Líklegt er talið að hann hljóti sekt eða allt að tveggja ára fangelsisdóm, en dómur verður kveðinn upp yfir Munday þann 26. ágúst.Fjölspilunartölvuleikurinn Fortnite hefur notið gríðarlegra vinsælda allt frá því að hann kom á markað árið 2017. Um er að ræða skotleik sem snýst um að skjóta þá sem eru í kring í von um að standa uppi sem eini aðilinn eftirlifandi. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.