Ekkert til í því að Messi sé mögulega að fara keppa við Ísland í næstu Þjóðadeild UEFA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júlí 2019 10:45 Lionel Messi í leiknum á móti Íslandi á HM 2018. Fimm íslenskir leikmenn sækja að honum. Getty/Reinaldo Coddou H Argentínska landsliðið átti að hafa hótað því að flýja suðurameríska fótboltann og keppa í næstu Þjóðadeild UEFA. Svo hávær var orðrómurinn að Knattspyrnusamband Evrópu taldi sig þurfa að gefa út yfirlýsingu vegna málsins. Upphaf þessa undarlega máls má rekja til óánægju Argentínumanna með dómgæsluna í undanúrslitaleik sínum á móti Brasilíu í Copa America 2019. Sá sem fór lengst í gagnrýni sinni var sjálfur Lionel Messi sem missti sig eftir leikinn og skrópaði síðan í verðlaunaafhendinguna eftir að hafa verið rekinn af velli í leiknum um þriðja sætið. Lionel Messi gæti misst af næstu tveimur árum með landsliðinu verði hann dæmdur í bann hjá knattspyrnusambandi Suður-Ameríku fyrir harða og óvæga gagnrýni sína á dómara.Messi's first international trophy will not be the UEFA Nations League Argentina have not been invited, UEFA have just confirmed Don't worry Cristiano, your trophy is safe https://t.co/GjXfv1sbrK — GiveMeSport Football (@GMS__Football) July 8, 2019Argentínska landsliðið er ekki í góðum málum án Messi og þetta mögulega bann Messi ýtti undir pælingar í argentínskum fjölmiðlum um að landslið þjóðarinnar myndi hætti við að keppa í næsta Copa America og fengi frekar að vera með í næstu Þjóðadeild Evrópu. Katar og Japan tóku þátt í Copa America í ár og það er í raun ekkert sem stendur í vegi fyrir að það gætu einnig verið boðslið í Þjóðadeild Evrópu. Eða svo héldu Argentínumenn. Knattspyrnusamband Evrópu vildi kæfa þessar raddir frá Argentínu í fæðingu og sendi strax frá sér yfirlýsingu. Þar kemur fram að UEFA hafi aldrei boðið Argentínu sæti í Þjóðadeildinni og að sambandið muni heldur aldrei gera slíkt. Íslenska landsliðið er því ekkert að fara að keppa við Lionel Messi og félaga í Þjóðadeildinnni 2020-21. Yfirlýsing UEFA er hér fyrir neðan. Þjóðadeild UEFA Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Sjá meira
Argentínska landsliðið átti að hafa hótað því að flýja suðurameríska fótboltann og keppa í næstu Þjóðadeild UEFA. Svo hávær var orðrómurinn að Knattspyrnusamband Evrópu taldi sig þurfa að gefa út yfirlýsingu vegna málsins. Upphaf þessa undarlega máls má rekja til óánægju Argentínumanna með dómgæsluna í undanúrslitaleik sínum á móti Brasilíu í Copa America 2019. Sá sem fór lengst í gagnrýni sinni var sjálfur Lionel Messi sem missti sig eftir leikinn og skrópaði síðan í verðlaunaafhendinguna eftir að hafa verið rekinn af velli í leiknum um þriðja sætið. Lionel Messi gæti misst af næstu tveimur árum með landsliðinu verði hann dæmdur í bann hjá knattspyrnusambandi Suður-Ameríku fyrir harða og óvæga gagnrýni sína á dómara.Messi's first international trophy will not be the UEFA Nations League Argentina have not been invited, UEFA have just confirmed Don't worry Cristiano, your trophy is safe https://t.co/GjXfv1sbrK — GiveMeSport Football (@GMS__Football) July 8, 2019Argentínska landsliðið er ekki í góðum málum án Messi og þetta mögulega bann Messi ýtti undir pælingar í argentínskum fjölmiðlum um að landslið þjóðarinnar myndi hætti við að keppa í næsta Copa America og fengi frekar að vera með í næstu Þjóðadeild Evrópu. Katar og Japan tóku þátt í Copa America í ár og það er í raun ekkert sem stendur í vegi fyrir að það gætu einnig verið boðslið í Þjóðadeild Evrópu. Eða svo héldu Argentínumenn. Knattspyrnusamband Evrópu vildi kæfa þessar raddir frá Argentínu í fæðingu og sendi strax frá sér yfirlýsingu. Þar kemur fram að UEFA hafi aldrei boðið Argentínu sæti í Þjóðadeildinni og að sambandið muni heldur aldrei gera slíkt. Íslenska landsliðið er því ekkert að fara að keppa við Lionel Messi og félaga í Þjóðadeildinnni 2020-21. Yfirlýsing UEFA er hér fyrir neðan.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn