Erlent

Þrír eftir í baráttunni

Atli Ísleifsson skrifar
Síðar í dag verður ljóst hvaða tveir frambjóðendur munu standa eftir.
Síðar í dag verður ljóst hvaða tveir frambjóðendur munu standa eftir. Getty

Sajid Javid heltist í dag úr lestinni í baráttunni um hver verði næsti formaður breska Íhaldsflokksins og þar með arftaki Theresu May í stóli forsætisráðherra.

Innanríkisráðherrann Javid hlaut fæst atkvæði í atkvæðagreiðslunni í þingflokknum í dag, 34 í heildina. Utanríkisráðherrann Jeremy Hunt hlaut 59 atkvæði, umhverfisráðherrann Michael Gove 61 og Boris Johnson 157 atkvæði.

Fimmta umferð atkvæðagreiðslunnar fer fram síðar í dag þar sem ljóst verður hvaða tvo frambjóðendur almennir flokksmenn munu hafa val um.

Alls munu 160 þúsund skráðir flokksmenn Íhaldsflokksins greiða atkvæði um nýjan formann, en úrslit verða kynnt á flokksþingi 22. júlí.


Tengdar fréttir

Johnson bætti við sig fylgi

Dominic Raab, fyrrverandi útgöngumálaráðherra Breta, datt í gær úr leik í leiðtogakjöri breska Íhaldsflokksins, þar sem einnig er valinn nýr forsætisráðherra Breta.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.