Innlent

Slasaður í hlíðum Búrfells eftir nauðlendingu svifvængs

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Maðurinn er ekki talinn lífshættulega slasaður.
Maðurinn er ekki talinn lífshættulega slasaður. Vísir/Vilhelm

Um klukkan 12:30 barst Lögreglunni á Suðurlandi hjálparbeiðni gegnum Neyðarlínu vegna manns sem hafði nauðlent svifvæng í norðanverðu Búrfelli í Þjórsárdal. 

Lögregla, sjúkraflutningar, björgunarsveitir og þyrla Landhelgisgæslunnar voru boðuð og eru á leiðinni á vettvang samkvæmt tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurlandi. 

Uppfært klukkan 13:42
Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni var óskað eftir þyrlunni frá Neyðarlínunni klukkan 12:37. Þar kom fram að einn einstaklingur væri slasaður eftir að svifvængur skall utan í fjallinu.

Þyrlan fór í loftið klukkan 12:56 og er að athafna sig á vettvangi þessa stundina ásamt öðrum viðbragðsaðilum.

Tilkynning um slysið barst Neyðarlínu frá þriðja einstaklingi.

Uppfært klukkan 14:12
Búið er að hífa manninn um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar, sem flytur hann á Landspítalann í Fossvogi. Maðurinn, sem er íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri, er ekki talinn lífshættulega slasaður.

 Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.