Innlent

Slasaður í hlíðum Búrfells eftir nauðlendingu svifvængs

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Maðurinn er ekki talinn lífshættulega slasaður.
Maðurinn er ekki talinn lífshættulega slasaður. Vísir/Vilhelm
Um klukkan 12:30 barst Lögreglunni á Suðurlandi hjálparbeiðni gegnum Neyðarlínu vegna manns sem hafði nauðlent svifvæng í norðanverðu Búrfelli í Þjórsárdal. 

Lögregla, sjúkraflutningar, björgunarsveitir og þyrla Landhelgisgæslunnar voru boðuð og eru á leiðinni á vettvang samkvæmt tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurlandi. Uppfært klukkan 13:42

Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni var óskað eftir þyrlunni frá Neyðarlínunni klukkan 12:37. Þar kom fram að einn einstaklingur væri slasaður eftir að svifvængur skall utan í fjallinu.

Þyrlan fór í loftið klukkan 12:56 og er að athafna sig á vettvangi þessa stundina ásamt öðrum viðbragðsaðilum.

Tilkynning um slysið barst Neyðarlínu frá þriðja einstaklingi.

Uppfært klukkan 14:12

Búið er að hífa manninn um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar, sem flytur hann á Landspítalann í Fossvogi. Maðurinn, sem er íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri, er ekki talinn lífshættulega slasaður. 


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.