Vigdís ætlar með eineltismálið fyrir dómstóla Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 20. júní 2019 19:00 Eineltis-og áreitnisteymi Ráðhússins hefur óskað eftir því að sérfræðingar rannsaki hvort Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi Miðflokksins hafi beitt skrifstofustjóra í Ráðhúsinu einelti. Þetta er í fyrsta skipti sem slík rannsókn er fyrirhuguð. Vigdís vísar ásökunum á bug og ætlar að leita til dómstóla. Vigdís Hauksdóttir vakti athygli á því á Facebook í morgun að bráðabirgðaverkferill hefði verið virkjaður vegna kvartana starfsfólk borgarinnar vegna framgöngu kjörinna fulltrúa sem samþykktur var í maí. Fram kemur að Helga Björg Ragnarsdóttir skrifstofustjóri á skrifstofu borgarstjóra og borgarritara saki Vigdísi um einelti og er óskað eftir því að Vigdís taki þátt í rannsókn um hvort það hafi átt sér stað. Vigdís hafnar ásökununum og ferlinu. „Ég fer ekki niður á sama plan og þetta fólk. Ég tek ekki þátt í þessari vinnu.“ Sviðsstjóri mannauðs- og starfsmannaumhverfsissviðs borgarinnar segir erfitt að meta hvað verði gert hafni Vigdís að taka þátt í ferlinu. „Við bíðum eftir formlegu svari frá Vigdísi, ef hún hafnar að taka þátt í ferlinu þá er erfitt að könnun fari fram nema báðir aðilar taki þátt í könnuninni. Við þurfum að skoða hverju Vigdís svarar.“ Reykjavíkurborg var á síðasta ári dæmd til að greiða starfsmanni miskabætur vegna framkomu Helgu Bjargar Ragnarsdóttur í hans garð. Vigdís telur að meðal annars sé hægt að rekja ásakanir Helgu nú á hendur sér til þess. „Upplifun mín er sú að þessi kona er að elta mig sem kjörinn fulltrúa. Ég rek minn eigin fjölmiðil sem er Facebok, sem ég er með á tveimur stöðum, like-síða og mín prívat síða, þar þurfti ég í allt fyrrasumar og í fyrrahaust að verjast ásökunum og árásum embættismanna hér úr Ráðhúsinu. Ég fæ mér lögmann eftir helgi og svara því með fullum krafti þar sem málið á heima, það er fyrir dómstólum landsins.“ Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Meint einelti Vigdísar í ráðhúsinu rannsakað Vigdís Hauksdóttir segist undir hæl rannsóknarréttar ráðhússins. 20. júní 2019 08:31 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Fleiri fréttir Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Sjá meira
Eineltis-og áreitnisteymi Ráðhússins hefur óskað eftir því að sérfræðingar rannsaki hvort Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi Miðflokksins hafi beitt skrifstofustjóra í Ráðhúsinu einelti. Þetta er í fyrsta skipti sem slík rannsókn er fyrirhuguð. Vigdís vísar ásökunum á bug og ætlar að leita til dómstóla. Vigdís Hauksdóttir vakti athygli á því á Facebook í morgun að bráðabirgðaverkferill hefði verið virkjaður vegna kvartana starfsfólk borgarinnar vegna framgöngu kjörinna fulltrúa sem samþykktur var í maí. Fram kemur að Helga Björg Ragnarsdóttir skrifstofustjóri á skrifstofu borgarstjóra og borgarritara saki Vigdísi um einelti og er óskað eftir því að Vigdís taki þátt í rannsókn um hvort það hafi átt sér stað. Vigdís hafnar ásökununum og ferlinu. „Ég fer ekki niður á sama plan og þetta fólk. Ég tek ekki þátt í þessari vinnu.“ Sviðsstjóri mannauðs- og starfsmannaumhverfsissviðs borgarinnar segir erfitt að meta hvað verði gert hafni Vigdís að taka þátt í ferlinu. „Við bíðum eftir formlegu svari frá Vigdísi, ef hún hafnar að taka þátt í ferlinu þá er erfitt að könnun fari fram nema báðir aðilar taki þátt í könnuninni. Við þurfum að skoða hverju Vigdís svarar.“ Reykjavíkurborg var á síðasta ári dæmd til að greiða starfsmanni miskabætur vegna framkomu Helgu Bjargar Ragnarsdóttur í hans garð. Vigdís telur að meðal annars sé hægt að rekja ásakanir Helgu nú á hendur sér til þess. „Upplifun mín er sú að þessi kona er að elta mig sem kjörinn fulltrúa. Ég rek minn eigin fjölmiðil sem er Facebok, sem ég er með á tveimur stöðum, like-síða og mín prívat síða, þar þurfti ég í allt fyrrasumar og í fyrrahaust að verjast ásökunum og árásum embættismanna hér úr Ráðhúsinu. Ég fæ mér lögmann eftir helgi og svara því með fullum krafti þar sem málið á heima, það er fyrir dómstólum landsins.“
Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Meint einelti Vigdísar í ráðhúsinu rannsakað Vigdís Hauksdóttir segist undir hæl rannsóknarréttar ráðhússins. 20. júní 2019 08:31 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Fleiri fréttir Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Sjá meira
Meint einelti Vigdísar í ráðhúsinu rannsakað Vigdís Hauksdóttir segist undir hæl rannsóknarréttar ráðhússins. 20. júní 2019 08:31