Eigum alls ekki að drekka ískalt vatn Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. júní 2019 21:59 Vatnið sem þessi sýpur er vonandi ekki of kalt. Vísir/Getty Næringarfræðingur segir mikilvægt að drekka ekki of kalt vatn. Þá sé gott að miða við að drekka átta vatnsglös á dag og halda vatnsdrykkju með mat í lágmarki. Elísabet Reynisdóttir næringarfræðingur ræddi vatnsdrykkju Íslendinga í þættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar sagði hún til dæmis mikilvægt að drekka ekki of mikið vatn vegna hættu á að mikilvæg steinefni skolist út úr líkamanum. „Við þurfum líka að binda vatnið. Það er ekki verra að setja gott salt í vatnið ef við erum að fara í fjallgöngur. […] Bara sjávarsalt, gott sjávarsalt,“ sagði Elísabet.Elísabet Reynisdóttir, næringarfræðingur.Skjáskot/Stöð 2Þá kom Elísabet inn á fleiri góð ráð er varða vatnsdrykkju og fór m.a. yfir æskilegt hitastig á neysluvatni. Það megi alls ekki vera of kalt. Þá sé einnig misskilningur að gott sé að drekka vatn rétt áður en borðað er – og með matnum. „Best er að fá sér volgt vatn fyrst þegar við vöknum, vera með hálfan lítra við náttborðið, drekka það,“ sagði Elísabet. Þegar sest er við matarborðið eigi að passa að borða ekki of hratt og halda vatnsdrykkju í lágmarki. „Þá erum við að eyða út ensímunum sem brjóta niður matinn. Þannig að við eigum að drekka vatnið aðeins skynsamlegar, og alls ekki ískalt. […] Þá erum við svolítið að herpa bæði æðarnar og herpa ensímin þannig að þau nýtast ekki vel,“ sagði Elísabet. „Ef við dreifum magasýrunum, þynnum þær, þá erum við ekki að nýta þær eins vel til að brjóta matinn. Við eigum að kyngja hægt, njóta matarins.“Sódavatn súrt en verndar gegn matareitrun Þá benti Elísabet á að kaffi sé vatnslosandi og skoli út góðum steinefnum. Best sé að halda sig við kranavatnið og velja það fram yfir sódavatn, í það minnsta hér á Íslandi. „Það [sódavatn] er semsagt súr drykkur, því það er búið að sýra hann. Það sem ég myndi ráðleggja fólki að drekka í útlöndum er kolsýrt vatn því það verndar okkur fyrir matareitrunum.“ En hvað á eiginlega að drekka mikið vatn yfir daginn? Elísabet segir það misjafnt eftir einstaklingum, og þar skipti hreyfingarstig höfuðmáli. Átta glös séu samt ágætt viðmið. „Skynsamlegast er að byrja á þessum hálfum lítra þegar við vöknum til að hjálpa líkamanum að hreinsa út eiturefnin eftir tiltekt næturinnar. Smá með morgunmatnum, eitt glas fyrir hádegi og svo er þetta misjafnt.“Viðtalið við Elísabetu má hlusta á í heild í spilaranum hér að neðan. Bítið Heilsa Neytendur Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Næringarfræðingur segir mikilvægt að drekka ekki of kalt vatn. Þá sé gott að miða við að drekka átta vatnsglös á dag og halda vatnsdrykkju með mat í lágmarki. Elísabet Reynisdóttir næringarfræðingur ræddi vatnsdrykkju Íslendinga í þættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar sagði hún til dæmis mikilvægt að drekka ekki of mikið vatn vegna hættu á að mikilvæg steinefni skolist út úr líkamanum. „Við þurfum líka að binda vatnið. Það er ekki verra að setja gott salt í vatnið ef við erum að fara í fjallgöngur. […] Bara sjávarsalt, gott sjávarsalt,“ sagði Elísabet.Elísabet Reynisdóttir, næringarfræðingur.Skjáskot/Stöð 2Þá kom Elísabet inn á fleiri góð ráð er varða vatnsdrykkju og fór m.a. yfir æskilegt hitastig á neysluvatni. Það megi alls ekki vera of kalt. Þá sé einnig misskilningur að gott sé að drekka vatn rétt áður en borðað er – og með matnum. „Best er að fá sér volgt vatn fyrst þegar við vöknum, vera með hálfan lítra við náttborðið, drekka það,“ sagði Elísabet. Þegar sest er við matarborðið eigi að passa að borða ekki of hratt og halda vatnsdrykkju í lágmarki. „Þá erum við að eyða út ensímunum sem brjóta niður matinn. Þannig að við eigum að drekka vatnið aðeins skynsamlegar, og alls ekki ískalt. […] Þá erum við svolítið að herpa bæði æðarnar og herpa ensímin þannig að þau nýtast ekki vel,“ sagði Elísabet. „Ef við dreifum magasýrunum, þynnum þær, þá erum við ekki að nýta þær eins vel til að brjóta matinn. Við eigum að kyngja hægt, njóta matarins.“Sódavatn súrt en verndar gegn matareitrun Þá benti Elísabet á að kaffi sé vatnslosandi og skoli út góðum steinefnum. Best sé að halda sig við kranavatnið og velja það fram yfir sódavatn, í það minnsta hér á Íslandi. „Það [sódavatn] er semsagt súr drykkur, því það er búið að sýra hann. Það sem ég myndi ráðleggja fólki að drekka í útlöndum er kolsýrt vatn því það verndar okkur fyrir matareitrunum.“ En hvað á eiginlega að drekka mikið vatn yfir daginn? Elísabet segir það misjafnt eftir einstaklingum, og þar skipti hreyfingarstig höfuðmáli. Átta glös séu samt ágætt viðmið. „Skynsamlegast er að byrja á þessum hálfum lítra þegar við vöknum til að hjálpa líkamanum að hreinsa út eiturefnin eftir tiltekt næturinnar. Smá með morgunmatnum, eitt glas fyrir hádegi og svo er þetta misjafnt.“Viðtalið við Elísabetu má hlusta á í heild í spilaranum hér að neðan.
Bítið Heilsa Neytendur Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira