Tillögur um jeppaumferð um Vonarskarð lagðar fyrir stjórn Garðar Örn Úlfarsson skrifar 21. júní 2019 06:00 Vonaskarð er við norðvesturhorn Vatnajökuls, milli Bárðarbungu og Tungnafellsjökuls. „Það eru alla vega komnar fram ákveðnar hugmyndir um eitthvað sem við höldum að geti leitt til niðurstöðu – fyrr eða síðar,“ segir Guðrún Áslaug Jónsdóttir, formaður stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs. Stjórnarformaðurinn neitar að tjá sig að svo stöddu um þær hugmyndir sem unnar hafa verið eftir að stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs ákvað í apríl að setja á fót starfshóp sem hafði það verkefni að skoða óskir um umferð vélknúinna ökutækja um Vonarskarð. Umdeilt hefur verið hvort leyfa eigi slíka umferð. „Stjórn lítur svo á að mikilvægt sé að leita sátta allra aðila í málinu,“ bókaði stjórnin 8. apríl síðastliðinn og fól formanni svæðisráðs í samráði við framkvæmdaráð þjóðgarðsins „að leggja fram lausnamiðaða áætlun“. Guðrún segir að málið verði rætt á stjórnarfundi þjóðgarðsins á mánudag. „Þangað til held ég að það sé best að ég segi sem minnst – ekki fyrr en fundurinn er búinn og hinir stjórnarmennirnir eru búnir að kynna sér það,“ ítrekar hún. Í hugmyndum sem teknar voru saman í febrúar fyrir Guðrúnu um Vonarskarðsmálið segir að „lengi hafi verið skiptar skoðanir um það hvort leyfa skyldi umferð vélknúinna umferð gegnum þetta sérstæða svæði“. Talin eru upp skilyrði fyrir akstursheimild sem fulltrúar ólíkra sjónarmiða gætu fallist á fyrirfram. Meðal þeirra eru að akstursleið sé „fjarri gróðursvæðum, hverasvæðum og öðrum viðkvæmum svæðum sem gefin væru út á hverju ári með hliðsjón af rofi“ og að fyrir lægi „staðfest álit náttúrufræðinga um að skilgreind leið sé þannig valin að lífríki og jarðmyndanir geti ekki raskast sem neinu nemi“. Einnig væri skilyrði að akstursleiðin væri ekki hluti af almennu vegakerfi þjóðgarðsins. „Leiðin hafi þannig ekki áhrif á skilgreiningu víðerna frekar en vetrarakstur á snjó og styðjist við hliðstætt sjónarmið um áhrifaleysi á yfirborð,“ eins og segir í minnisblaðinu. Þá segir að skilyrði þurfi að vera um að akstur um Vonarskarð í atvinnuskyni sé bannaður. Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Þingeyjarsveit Þjóðgarðar Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Fleiri fréttir Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega Sjá meira
„Það eru alla vega komnar fram ákveðnar hugmyndir um eitthvað sem við höldum að geti leitt til niðurstöðu – fyrr eða síðar,“ segir Guðrún Áslaug Jónsdóttir, formaður stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs. Stjórnarformaðurinn neitar að tjá sig að svo stöddu um þær hugmyndir sem unnar hafa verið eftir að stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs ákvað í apríl að setja á fót starfshóp sem hafði það verkefni að skoða óskir um umferð vélknúinna ökutækja um Vonarskarð. Umdeilt hefur verið hvort leyfa eigi slíka umferð. „Stjórn lítur svo á að mikilvægt sé að leita sátta allra aðila í málinu,“ bókaði stjórnin 8. apríl síðastliðinn og fól formanni svæðisráðs í samráði við framkvæmdaráð þjóðgarðsins „að leggja fram lausnamiðaða áætlun“. Guðrún segir að málið verði rætt á stjórnarfundi þjóðgarðsins á mánudag. „Þangað til held ég að það sé best að ég segi sem minnst – ekki fyrr en fundurinn er búinn og hinir stjórnarmennirnir eru búnir að kynna sér það,“ ítrekar hún. Í hugmyndum sem teknar voru saman í febrúar fyrir Guðrúnu um Vonarskarðsmálið segir að „lengi hafi verið skiptar skoðanir um það hvort leyfa skyldi umferð vélknúinna umferð gegnum þetta sérstæða svæði“. Talin eru upp skilyrði fyrir akstursheimild sem fulltrúar ólíkra sjónarmiða gætu fallist á fyrirfram. Meðal þeirra eru að akstursleið sé „fjarri gróðursvæðum, hverasvæðum og öðrum viðkvæmum svæðum sem gefin væru út á hverju ári með hliðsjón af rofi“ og að fyrir lægi „staðfest álit náttúrufræðinga um að skilgreind leið sé þannig valin að lífríki og jarðmyndanir geti ekki raskast sem neinu nemi“. Einnig væri skilyrði að akstursleiðin væri ekki hluti af almennu vegakerfi þjóðgarðsins. „Leiðin hafi þannig ekki áhrif á skilgreiningu víðerna frekar en vetrarakstur á snjó og styðjist við hliðstætt sjónarmið um áhrifaleysi á yfirborð,“ eins og segir í minnisblaðinu. Þá segir að skilyrði þurfi að vera um að akstur um Vonarskarð í atvinnuskyni sé bannaður.
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Þingeyjarsveit Þjóðgarðar Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Fleiri fréttir Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega Sjá meira