Lífið

Brúð­kaups­ljós­myndari her­toga­hjónanna varð fyrir barðinu á tölvu­þrjótum

Sylvía Hall skrifar
Áður óséðar myndir úr brúðkaupi hertogahjónanna birtast nú á samfélagsmiðlum.
Áður óséðar myndir úr brúðkaupi hertogahjónanna birtast nú á samfélagsmiðlum. Vísir/Getty

Ljósmyndarinn Alexi Lubomirski lenti í því leiðinlega atviki að verða fyrir tölvuárás nú á dögunum. Óprúttnir aðilar komust inn á tölvu hans þar sem var að finna áður óbirtar ljósmyndir úr brúðkaupi Harry Bretaprins og Meghan Markle.



Þetta kemur fram á ljósmyndasíðunni Fstoppers en þar segir að myndir úr brúðkaupinu séu farnar að skjóta upp kollinum á samfélagsmiðlum á borð við Instagram og Twitter. Heimildarmenn sem standa nærri konungsfjölskyldunni staðfesta að ljósmyndarinn hafi orðið fyrir tölvuárás.



Þá segir einnig að hundruðum ljósmynda hafi verið stolið af ljósmyndaranum og er verið að rannsaka þennan „öryggisbrest“ eins og heimildarmaður The Sun orðar það. Lögreglu hefur þó ekki verið gert viðvart.



Talsmaður ljósmyndarans neitaði að tjá sig um málið en ekki er vitað hvort búið sé að hafa uppi á þrjótinum.


Tengdar fréttir

Harry og Meghan sýndu soninn í fyrsta sinn

Harry Bretaprins og eiginkona hans Meghan Markle hafa nú sýnt umheiminum nýjasta meðlim bresku konungsfjölskyldunnar en þau ræddu við fjölmiðla í dag með soninn í fanginu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×