Lífið

Harry og Meghan sýndu soninn í fyrsta sinn

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Drengurinn hefur ekki enn fengið nafn en hann er aðeins tveggja daga gamall.
Drengurinn hefur ekki enn fengið nafn en hann er aðeins tveggja daga gamall. vísir/getty
Harry Bretaprins og eiginkona hans Meghan Markle hafa nú sýnt umheiminum nýjasta meðlim bresku konungsfjölskyldunnar en þau ræddu við fjölmiðla í dag með soninn í fanginu.Drengurinn kom í heiminn á mánudag. Í samtali við fjölmiðla í dag lýsti Meghan honum sem mjög skapgóðum og rólegum.

Hertogahjónin af Sussex eru hin ánægðustu með drenginn sinn.vísir/getty
„Hann er algjör draumur,“ sagði hún. Hjónin sögðu að drengurinn myndi hitta langömmu sína, Elísabetu Englandsdrottningu, síðar í dag en nýi prinsinn er sá sjöundi í röðinni til að erfa krúnuna.Meghan var spurð út í fyrstu daga sína sem foreldri og hvernig þeir væru.„Þetta er töfrum líkast og frekar yndislegt. Ég á tvo bestu strákana í öllum heiminum svo ég er mjög hamingjusöm,“ sagði hún.

 

Harry bætti því við að þetta væri frábært og það væri dásamlegt að vera foreldri.„Það eru bara liðnir tveir og hálfur, þrír dagar, en við erum bara svo ánægð með litla gleðigjafann okkar,“ sagði Harry.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.