Henry tryggði Frökkum sigur í framlengingu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Eugénie Le Sommer og Wendie Renard fagna með Amandine Henry, hetju Frakka.
Eugénie Le Sommer og Wendie Renard fagna með Amandine Henry, hetju Frakka. vísir/getty
Frakkland er komið í 8-liða úrslit á HM kvenna eftir sigur á Brasilíu, 2-1, í framlengdum leik í Le Havre í kvöld.Amandine Henry skoraði sigurmark franska liðsins á 106. mínútu. Þetta er í þriðja sinn í röð sem Frakkar komast í 8-liða úrslit á HM kvenna.Þar mætir Frakkland annað hvort heimsmeisturum Bandaríkjanna eða Spáni. Liðin eigast við í Reims á morgun.Valérie Gauvin skoraði eftir rúmlega 20 mínútna leik en markið var dæmt af vegna brots á Barböru, markverði Brasilíu. Að sjálfsögðu kom VARsjáin þar við sögu.

Valérie Gauvin fagnar eftir að hafa komið Frökkum yfir.vísir/getty
Staðan var markalaus í hálfleik en á 53. mínútu skoraði Gauvin og að þessu sinni fékk markið að standa. Kadidiatou Diani átti þá sprett upp hægri kantinn og gaf fyrir á Gauvin sem renndi sér á boltann og stýrði honum yfir línuna. Þetta var sjöunda mark hennar í síðustu níu landsleikjum.Skömmu síðar varði Sarah Bouhaddi, markvörður Frakklands, skalla Cristiane í slána. Hún kom hins vegar engum vörnum við þegar Thaisa jafnaði metin á 64. mínútu með góðu vinstri fótar skoti úr vítateignum. Thaisa lék með Grindavík í Pepsi-deild kvenna fyrir tveimur árum.Fleiri urðu mörkin í venjulegum leiktíma ekki og því þurfti að framlengja. Á lokamínútu fyrri hálfleiks framlengingarinnar bjargaði Griedge Mbock Bathy frábærlega á línu frá Debinhu og kom í veg fyrir að Brassar kæmust yfir.Í upphafi seinni hálfleiks framlengingarinnar skoraði Henry svo sigurmark Frakka eftir aukaspyrnu Amel Majri, samherja síns hjá Lyon, af hægri kantinum. Lokatölur 2-1, Frakklandi í vil.

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.