Argentínumenn vöknuðu til lífsins og tryggðu sér sæti í 8-liða úrslitum | Sjáðu mörkin

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Markaskorararnir Lautaro Martínez og Sergio Agüero fallast í faðma.
Markaskorararnir Lautaro Martínez og Sergio Agüero fallast í faðma. vísir/getty
Argentína tryggði sér farseðilinn í 8-liða úrslit Suður-Ameríkukeppninnar með 0-2 sigri á Katar í lokaleik sínum í B-riðli í kvöld.Fyrir leikinn voru Argentínumenn með eitt stig í fjórða og neðsta sæti riðilsins. Sigurinn í kvöld kom þeim upp í 2. sæti riðilsins. Katarar enduðu hins vegar í botnsætinu og eru úr leik.Lautaro Martínez, framherji Inter, kom Argentínu yfir strax á 4. mínútu eftir skelfileg mistök í vörn Katar.Annað markið lét bíða eftir sér en það kom loks á 82. mínútu. Sergio Agüero hljóp þá í gegnum vörn Katar og skoraði með góðu skoti í fjærhornið. Þetta var hans fertugasta mark fyrir argentínska landsliðið.Í 8-liða úrslitunum mætir Argentína Venesúela sem endaði í 2. sæti A-riðils.Mörkin úr leik Katar og Argentínu má sjá hér fyrir neðan.

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.