Íslendingarnir að öllum líkindum ekki með Chikungunya-veiruna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. júní 2019 15:43 Frá Alicante, þar sem Íslendingarnir smituðust í fríi í maí. Vísir/getty Íslendingarnir fjórir sem taldir voru hafa sýkst af Chikungunya-veirunni, sjaldgæfri veirusýkingu sem berst milli manna með moskítóflugum, voru að öllum líkindum ranglega greindir. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Embættis landlæknis. Fyrstu niðurstöður bentu til Chikungunya-veirusýkingar en frekari staðfestingarpróf, bæði hér á Íslandi og erlendir, hafa ekki staðfest sýkinguna. Á næstu dögum er fyrirhugað að frekari staðfestingarpróf fari fram til þess að ganga endanlega úr skugga um að fjórmenningarnir séu alfarið ósmitaðir af veirunni, að því er fram kemur í tilkynningu frá sóttvarnalækni. Þar kemur einnig fram að búið sé að láta einstaklingana sem um ræðir vita af stöðu mála og að allra leiða verði leitað til þess að koma í veg fyrir að einstaklingar séu ranglega greindir með sjaldgæfar veirusýkingar eins og þá sem Chikungunya-veiran er. Í samtali við Vísi sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir að skoða þyrfti verklag á ákveðnum stöðum innan heilbrigðiskerfisins vegna málsins. „Þetta verður tekið til skoðunar inni á veirufræðideildinni þar sem verklag og annað verður viðhaft. Það verður tekið til endurskoðunar. Síðan þarf líka að taka til endurskoðunar ákveðna staðfestingu á þessum greiningum. Það verður kannski að fá betra verklag og staðfestingu á því að niðurstaðan sé örugglega rétt.“Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Vísir/Baldur Heilbrigðismál Spánn Tengdar fréttir Sjúkdómsgreining Íslendinganna á Spáni stórmerkileg Þrír Íslendingar, tvær systur og fimm ára sonur annarrar þeirra, smituðust af hættulegum veirusjúkdómi á Alicante á Spáni fyrir skömmu. 15. júní 2019 18:41 Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Sjá meira
Íslendingarnir fjórir sem taldir voru hafa sýkst af Chikungunya-veirunni, sjaldgæfri veirusýkingu sem berst milli manna með moskítóflugum, voru að öllum líkindum ranglega greindir. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Embættis landlæknis. Fyrstu niðurstöður bentu til Chikungunya-veirusýkingar en frekari staðfestingarpróf, bæði hér á Íslandi og erlendir, hafa ekki staðfest sýkinguna. Á næstu dögum er fyrirhugað að frekari staðfestingarpróf fari fram til þess að ganga endanlega úr skugga um að fjórmenningarnir séu alfarið ósmitaðir af veirunni, að því er fram kemur í tilkynningu frá sóttvarnalækni. Þar kemur einnig fram að búið sé að láta einstaklingana sem um ræðir vita af stöðu mála og að allra leiða verði leitað til þess að koma í veg fyrir að einstaklingar séu ranglega greindir með sjaldgæfar veirusýkingar eins og þá sem Chikungunya-veiran er. Í samtali við Vísi sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir að skoða þyrfti verklag á ákveðnum stöðum innan heilbrigðiskerfisins vegna málsins. „Þetta verður tekið til skoðunar inni á veirufræðideildinni þar sem verklag og annað verður viðhaft. Það verður tekið til endurskoðunar. Síðan þarf líka að taka til endurskoðunar ákveðna staðfestingu á þessum greiningum. Það verður kannski að fá betra verklag og staðfestingu á því að niðurstaðan sé örugglega rétt.“Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Vísir/Baldur
Heilbrigðismál Spánn Tengdar fréttir Sjúkdómsgreining Íslendinganna á Spáni stórmerkileg Þrír Íslendingar, tvær systur og fimm ára sonur annarrar þeirra, smituðust af hættulegum veirusjúkdómi á Alicante á Spáni fyrir skömmu. 15. júní 2019 18:41 Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Sjá meira
Sjúkdómsgreining Íslendinganna á Spáni stórmerkileg Þrír Íslendingar, tvær systur og fimm ára sonur annarrar þeirra, smituðust af hættulegum veirusjúkdómi á Alicante á Spáni fyrir skömmu. 15. júní 2019 18:41