Innlent

Fyrsta kvöld Secret Solstice fór vel fram í Laugardalnum

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Svona var umhorfs við aðalsviðið síðdegis í dag en lögregla hefur vaktað tónleikasvæðið vel í kvöld.
Svona var umhorfs við aðalsviðið síðdegis í dag en lögregla hefur vaktað tónleikasvæðið vel í kvöld. Vísir/Egill
Tónlistarhátíðin Secret solstice hefur farið vel fram í kvöld, að sögn varðstjóra hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Fjöldi fólks hefur lagt leið sína í Laugardalinn í veðurblíðunni þar sem heimsfrægir tónlistarmenn hafa skemmt hátíðargestum.Varðstjóri hjá slökkviliðinu sagði í samtali við Vísi um klukkan ellefu í kvöld að fylgst væri grannt með öllu sem fram fer á hátíðinni. Fjölmargir lögreglumenn væru á staðnum, sem og sjúkraflutningamenn á tveimur sjúkrabílum.Klukkan ellefu hafði einn verið fluttur af tónleikasvæðinu í sjúkrabíl vegna veikinda, að sögn varðstjóra. Þá höfðu ekki fleiri sjúkraflutningar komið á borð slökkviliðs.

Það mynduðust nokkuð langar raðir þar sem fólk sótti armböndin sín inn á hátíðina.Vísir/Egill
Secret Solstice fékk vínveitingaleyfi í gær, sólarhring áður en hátíðin hófst. Samkvæmt samkomulagi við Reykjavíkurborg er svo ekki gert ráð fyrir að hátíðin standi lengur en til 23:30. Staðið var við það en tónleikalætin hafa farið dvínandi nú á tólfta tímanum.Í kvöld komu tónlistarmennirnir Pusha T og Jonas Blue fram á aðalsviði hátíðarinnar. Þá steig einnig á svið tónlistarfólkið Auður, Bríet, Clubdub og Kerri Chandler. Á morgun heldur hátíðin svo áfram en henni lýkur á sunnudagskvöld.

Tengd skjöl


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.