Myndi veðja á Bandaríkin sem sigurvegara Hjörvar Ólafsson skrifar 22. júní 2019 10:30 Bandaríkin fagnar marki fyrr í mótinu. vísir/getty Heimsmeistaramótið í knattspyrnu kvenna fer fram í Frakklandi þessa dagana en í dag hefjast 16 liða úrslit keppninnar. Þar mætast Þýskaland og Nígería og Noregur og Ástralía, en næstu daga mætast England og Kamerún, Frakkland og Brasilía, Spánn og Bandaríkin, Ítalía og Kína, Holland og Japan, og Svíþjóð og Kanada. Fréttablaðið fékk Sif Atladóttur, landsliðskonu í knattspyrnu og leikmann sænska liðsins Kristianstad, til þess að spá í spilin fyrir framhaldið á mótinu. „Mótið hefur verið gott að mínu mati og mér finnst þau lið sem taka þátt að þessu sinni hafa bætt sig umtalsvert frá síðasta móti. Að mínu mati hafa Bandaríkin leikið best það sem af er móti. Bandaríska liðið spilaði frábærlega í riðlakeppninni. Þær hafa verið miklu skarpari en andstæðingar sínir og sýnt þeim enga miskunn,“ segir Sif um byrjunina á mótinu. „Framlína bandaríska liðsins hefur spilað vel og ef ég ætti að veðja á sigurvegara mótsins þá myndi ég setja peninginn á að Bandaríkin verji titil sinn. Frakkland hefur ekki leikið eins vel og ég hélt að liðið myndi gera. Ég held samt að Frakkland eða England sem er með spennandi lið muni fara alla leið og mæta Bandaríkjunum í úrslitum,“ segir miðvörðurinn. „Noregur og Svíþjóð eru svo með sterka liðsheild þrátt fyrir að hafa ekki jafn sterka einstaklinga og fyrrgreind lið. Það gæti fleytt þeim langt og ég vona að sænska liðinu gangi vel. Svo ber ég alltaf sterkar taugar til þýska liðsins. Það eru kynslóðaskipti hjá þýska liðinu og ég held að liðið sé ekki nógu sterkt til þess að fara með sigur af hólmi sérstaklega eftir að liðið missti Dzsenifer Marozsan úr leik,“ segir hún um mögulega meistara. „Holland sem er ríkjandi Evrópumeistari er ekki nógu sterkt til þess að fylgja eftir ævintýri sínu á heimavelli á Evrópumótinu. Nígería gæti orðið fulltrúi Afríku þegar líða tekur á keppnina. Asisat Oshoala er öflugur leikmaður sem getur dregið liðið langt. Liðið skortir þó breidd til þess að fara alla leið en það er gaman að sjá liðsfélaga minn Ritu Chikwelu standa sig vel. Sá leikmaður sem hefur heillað mig mest er Sam Kerr sem hefur spilað frábærlega fyrir Ástralíu. Hún er ótrúlega líkamlega sterk, snögg og með einstaka tæknilega getu. Hún er að mínu mati í öðrum gæðaflokki en aðrir leikmenn á mótinu,“ segir Sif aðspurð um besta leikmanninn á mótinu til þessa. Birtist í Fréttablaðinu HM 2019 í Frakklandi Mest lesið „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti Ricky Hatton fyrirfór sér Sport NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Fótbolti Neitar að gista á liðshótelinu vegna draugagangs Sport HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Fótbolti Fleiri fréttir Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Borgarstjóri Boston svarar Trump „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Töpuðu á VAR-vítaspyrnu á áttundu mínútu í uppbótatíma Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Cecilía og Karólína verða líka í pottinum með Blikum Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Fer frá KA í haust Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Sjá meira
Heimsmeistaramótið í knattspyrnu kvenna fer fram í Frakklandi þessa dagana en í dag hefjast 16 liða úrslit keppninnar. Þar mætast Þýskaland og Nígería og Noregur og Ástralía, en næstu daga mætast England og Kamerún, Frakkland og Brasilía, Spánn og Bandaríkin, Ítalía og Kína, Holland og Japan, og Svíþjóð og Kanada. Fréttablaðið fékk Sif Atladóttur, landsliðskonu í knattspyrnu og leikmann sænska liðsins Kristianstad, til þess að spá í spilin fyrir framhaldið á mótinu. „Mótið hefur verið gott að mínu mati og mér finnst þau lið sem taka þátt að þessu sinni hafa bætt sig umtalsvert frá síðasta móti. Að mínu mati hafa Bandaríkin leikið best það sem af er móti. Bandaríska liðið spilaði frábærlega í riðlakeppninni. Þær hafa verið miklu skarpari en andstæðingar sínir og sýnt þeim enga miskunn,“ segir Sif um byrjunina á mótinu. „Framlína bandaríska liðsins hefur spilað vel og ef ég ætti að veðja á sigurvegara mótsins þá myndi ég setja peninginn á að Bandaríkin verji titil sinn. Frakkland hefur ekki leikið eins vel og ég hélt að liðið myndi gera. Ég held samt að Frakkland eða England sem er með spennandi lið muni fara alla leið og mæta Bandaríkjunum í úrslitum,“ segir miðvörðurinn. „Noregur og Svíþjóð eru svo með sterka liðsheild þrátt fyrir að hafa ekki jafn sterka einstaklinga og fyrrgreind lið. Það gæti fleytt þeim langt og ég vona að sænska liðinu gangi vel. Svo ber ég alltaf sterkar taugar til þýska liðsins. Það eru kynslóðaskipti hjá þýska liðinu og ég held að liðið sé ekki nógu sterkt til þess að fara með sigur af hólmi sérstaklega eftir að liðið missti Dzsenifer Marozsan úr leik,“ segir hún um mögulega meistara. „Holland sem er ríkjandi Evrópumeistari er ekki nógu sterkt til þess að fylgja eftir ævintýri sínu á heimavelli á Evrópumótinu. Nígería gæti orðið fulltrúi Afríku þegar líða tekur á keppnina. Asisat Oshoala er öflugur leikmaður sem getur dregið liðið langt. Liðið skortir þó breidd til þess að fara alla leið en það er gaman að sjá liðsfélaga minn Ritu Chikwelu standa sig vel. Sá leikmaður sem hefur heillað mig mest er Sam Kerr sem hefur spilað frábærlega fyrir Ástralíu. Hún er ótrúlega líkamlega sterk, snögg og með einstaka tæknilega getu. Hún er að mínu mati í öðrum gæðaflokki en aðrir leikmenn á mótinu,“ segir Sif aðspurð um besta leikmanninn á mótinu til þessa.
Birtist í Fréttablaðinu HM 2019 í Frakklandi Mest lesið „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti Ricky Hatton fyrirfór sér Sport NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Fótbolti Neitar að gista á liðshótelinu vegna draugagangs Sport HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Fótbolti Fleiri fréttir Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Borgarstjóri Boston svarar Trump „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Töpuðu á VAR-vítaspyrnu á áttundu mínútu í uppbótatíma Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Cecilía og Karólína verða líka í pottinum með Blikum Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Fer frá KA í haust Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Sjá meira