Innlent

Slagsmál, stympingar og fíkniefni

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Alls hafa 18 fíkiefnamál komið upp á Secret Solstice.
Alls hafa 18 fíkiefnamál komið upp á Secret Solstice. Vísir/Vilhelm
Nokkur erill var hjá lögreglu í gærkvöldi og nótt vegna skemmtanahalds en flest mál voru þó leyst nokkuð farsællega og einungis sex gista í fangaklefa, að því er fram kemur í dagbók lögreglu.Óvenju mikið var um minniháttar slagsmál og stympingar í miðbænum er líða fór á nóttina.Secret Solstice hefur að sögn lögreglu farið vel fram en alls komu upp 18 fíkniefnamál, það fyrsta strax um klukkan 16 síðdegis í gær og svo jafnt og þétt á meðan hátíðinni stóð. Um var að ræða bæði kannabisefni og örvandi efni.Sex ökumenn voru handteknir grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna og aðrir fimm voru handteknir fyrir ölvunarakstur.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.