Einhverfusamtökin leiðrétta rangfærslur Jakobs Frímanns Eiður Þór Árnason skrifar 22. júní 2019 16:32 Samtökin hvetja fólk til að afla sér þekkingar um einhverfu. Fréttablaðið/Sigtryggur Hvorki er til greining sem heitir bráðaeinhverfa, né stafar einhverfa af „menguðu sæði og menguðum eggjum.“ Þetta kemur fram í viðbrögðum Einhverfusamtakanna við ummælum Jakobs Frímanns Magnússonar, sem fram komu í Bítinu á Bylgjunni í gær. Þar ræddi Jakob Frímann hispurslaust um einhverfu og olli viðtalið talsverðri óánægju meðal foreldra barna með einhverfu. Í viðtalinu tengir Jakob einhverfu við uppsöfnun eiturefna í líkamanum: „Það er til kenning sem heitir kokteilkenningin. Hún fjallar um allt þetta rusl sem að fer inn í okkur. Sumt flushast og fer út en annað situr eftir, málmar og alls konar óhreinindi. Þegar slíkt mengað sæði rennur saman við mengað egg, þá gerist þessi kokteil-effect, sem þýðir að börnin fæðast starandi út í blámann og ná ekki sambandi við neitt. Bráðaeinhverfa.“ Í yfirlýsingu Einhverfusamtakanna segir: „Umfjöllun Jakobs Frímanns var öll hin furðulegasta og ekki byggð á staðfestum rannsóknum.“ Samtökin benda þar á að einhverfa stafi af öðruvísi taugaþroska og að rannsóknir bendi til þess að um sé að ræða samspil erfða og umhverfis þar sem erfðaþátturinn ræður mestu. Að öðru leyti séu orsakir einhverfu ekki þekktar. Jafnframt vara samtökin við því að: „Óvarleg umfjöllun og rangar fullyrðingar geta aukið á fordóma og valdið vanlíðan hjá fólki á einhverfurófi og aðstandendum þeirra.“Jakob sagði í samtali við DV.is að hann telji orð sín um samhengi mengaðrar fæðu og sjúkdóma hafa verið mistúlkuð. Bað hann þá sem túlkuðu orð hans með þeim hætti að þau væru særandi innilegrar afsökunar.Ummæli Jakobs um einhverfu í Bítinu má hlusta á hér fyrir neðan, þau hefjast á 22. mínútu. Bítið Börn og uppeldi Tengdar fréttir Dóttir mín fær ekki skólavist á Íslandi Opið bréf til Svandísar Svavarsdóttur. 12. apríl 2019 07:00 Brot á mannréttindum að einhverf börn fái ekki skólavist Sigrún Birgisdóttir, framkvæmdastjóri Einhverfusamtakanna, segir að grein Hrannar Sveinsdóttur, móður einhverfrar stúlku sem fær ekki viðeigandi þjónustu hafi ekki komið samtökunum á óvart. 12. apríl 2019 12:57 Stödd í bjúrókratísku helvíti með einhverfa dóttur sína Hrönn Sveinsdóttir framkvæmdastjóri segir fæsta ekki þora að stíga fram af ótta við að það skaði börn þeirra. 12. apríl 2019 11:36 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Innlent Fleiri fréttir Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Sjá meira
Hvorki er til greining sem heitir bráðaeinhverfa, né stafar einhverfa af „menguðu sæði og menguðum eggjum.“ Þetta kemur fram í viðbrögðum Einhverfusamtakanna við ummælum Jakobs Frímanns Magnússonar, sem fram komu í Bítinu á Bylgjunni í gær. Þar ræddi Jakob Frímann hispurslaust um einhverfu og olli viðtalið talsverðri óánægju meðal foreldra barna með einhverfu. Í viðtalinu tengir Jakob einhverfu við uppsöfnun eiturefna í líkamanum: „Það er til kenning sem heitir kokteilkenningin. Hún fjallar um allt þetta rusl sem að fer inn í okkur. Sumt flushast og fer út en annað situr eftir, málmar og alls konar óhreinindi. Þegar slíkt mengað sæði rennur saman við mengað egg, þá gerist þessi kokteil-effect, sem þýðir að börnin fæðast starandi út í blámann og ná ekki sambandi við neitt. Bráðaeinhverfa.“ Í yfirlýsingu Einhverfusamtakanna segir: „Umfjöllun Jakobs Frímanns var öll hin furðulegasta og ekki byggð á staðfestum rannsóknum.“ Samtökin benda þar á að einhverfa stafi af öðruvísi taugaþroska og að rannsóknir bendi til þess að um sé að ræða samspil erfða og umhverfis þar sem erfðaþátturinn ræður mestu. Að öðru leyti séu orsakir einhverfu ekki þekktar. Jafnframt vara samtökin við því að: „Óvarleg umfjöllun og rangar fullyrðingar geta aukið á fordóma og valdið vanlíðan hjá fólki á einhverfurófi og aðstandendum þeirra.“Jakob sagði í samtali við DV.is að hann telji orð sín um samhengi mengaðrar fæðu og sjúkdóma hafa verið mistúlkuð. Bað hann þá sem túlkuðu orð hans með þeim hætti að þau væru særandi innilegrar afsökunar.Ummæli Jakobs um einhverfu í Bítinu má hlusta á hér fyrir neðan, þau hefjast á 22. mínútu.
Bítið Börn og uppeldi Tengdar fréttir Dóttir mín fær ekki skólavist á Íslandi Opið bréf til Svandísar Svavarsdóttur. 12. apríl 2019 07:00 Brot á mannréttindum að einhverf börn fái ekki skólavist Sigrún Birgisdóttir, framkvæmdastjóri Einhverfusamtakanna, segir að grein Hrannar Sveinsdóttur, móður einhverfrar stúlku sem fær ekki viðeigandi þjónustu hafi ekki komið samtökunum á óvart. 12. apríl 2019 12:57 Stödd í bjúrókratísku helvíti með einhverfa dóttur sína Hrönn Sveinsdóttir framkvæmdastjóri segir fæsta ekki þora að stíga fram af ótta við að það skaði börn þeirra. 12. apríl 2019 11:36 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Innlent Fleiri fréttir Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Sjá meira
Brot á mannréttindum að einhverf börn fái ekki skólavist Sigrún Birgisdóttir, framkvæmdastjóri Einhverfusamtakanna, segir að grein Hrannar Sveinsdóttur, móður einhverfrar stúlku sem fær ekki viðeigandi þjónustu hafi ekki komið samtökunum á óvart. 12. apríl 2019 12:57
Stödd í bjúrókratísku helvíti með einhverfa dóttur sína Hrönn Sveinsdóttir framkvæmdastjóri segir fæsta ekki þora að stíga fram af ótta við að það skaði börn þeirra. 12. apríl 2019 11:36