Bruni í eldspýtuverksmiðju banar öllum innanhúss Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. júní 2019 22:14 Fórnarlömbin voru læst inni í verksmiðjunni og brunnu því lifandi. Tribun-Medan Minnst þrjátíu eru látnir, þar á meðal þrjú börn, eftir að eldur braust út í húsi sem var notað sem eldspýtuverksmiðja í Norður-Súmötru héraðinu í Indónesíu. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Sky. Indónesíska fréttastofan Tribun-Medan greindi frá því að 25 fullorðnir hafi látist og fimm börn. Irwan Syahri, talsmaður hamfarastofnunar á Langkap svæði sagði að mörg fórnarlambanna hafi verið svo brennd að ekki væri hægt að bera kennsl á þau. Talsmaður lögreglunnar í Norður-Súmötru sagði að eldurinn hafi brotist út um miðjan daginn og verið sé að rannsaka tildrög hans. Sjónvarpsupptaka sýndi húsið, sem brunnið var til kaldra kola, og var það staðsett í íbúðahverfi. Gólfið var þakið bognuðum járnplötum og bárujárnsþakið var þakið sóti. Á myndbandinu sést einn maður í öngum sínum reyna að slökkva eldinn með því að fylla stóra fötu af vatni úr drullupolli á götunni. Faisal Riza, eiginmaður Marlinu sem dó í eldinum, sagði að starfsmenn þar hafi allir verið konur og að sumar þeirra hafi tekið börnin sín með sér í vinnuna. „Ég var að labba til mosku til banastunda þegar ég heyrði að verksmiðjan, sem var í húsasundi bara 200 metrum frá heimili mínu, væri í ljósum logum,“ sagði hann. „Ég hljóp til að bjarga henni en það var of seint. Þegar ég kom þangað var verksmiðjan brunnin til grunna.“ Hann sagði að dyrnar á framhlið hússins væru iðulega læstar og að eldurinn hafi brotist út innst inni í byggingunni. Tribun-Medan greindi frá því að dyrnar hafi verið læstar utan frá. Líkin höfðu hrannast upp við útidyrnar vegna þess að fórnarlömbin höfðu reynt að komast út, bætti hann við. Eigandi hússins, sem er eldri kona, sagði í samtali við sjónvarpsstöðina Metro að hún hafi leigt húsnæðið út til viðskiptamanns sem væri frá höfuðborgarsvæðinu, Medan, síðustu fjögur árin. Indónesía Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira
Minnst þrjátíu eru látnir, þar á meðal þrjú börn, eftir að eldur braust út í húsi sem var notað sem eldspýtuverksmiðja í Norður-Súmötru héraðinu í Indónesíu. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Sky. Indónesíska fréttastofan Tribun-Medan greindi frá því að 25 fullorðnir hafi látist og fimm börn. Irwan Syahri, talsmaður hamfarastofnunar á Langkap svæði sagði að mörg fórnarlambanna hafi verið svo brennd að ekki væri hægt að bera kennsl á þau. Talsmaður lögreglunnar í Norður-Súmötru sagði að eldurinn hafi brotist út um miðjan daginn og verið sé að rannsaka tildrög hans. Sjónvarpsupptaka sýndi húsið, sem brunnið var til kaldra kola, og var það staðsett í íbúðahverfi. Gólfið var þakið bognuðum járnplötum og bárujárnsþakið var þakið sóti. Á myndbandinu sést einn maður í öngum sínum reyna að slökkva eldinn með því að fylla stóra fötu af vatni úr drullupolli á götunni. Faisal Riza, eiginmaður Marlinu sem dó í eldinum, sagði að starfsmenn þar hafi allir verið konur og að sumar þeirra hafi tekið börnin sín með sér í vinnuna. „Ég var að labba til mosku til banastunda þegar ég heyrði að verksmiðjan, sem var í húsasundi bara 200 metrum frá heimili mínu, væri í ljósum logum,“ sagði hann. „Ég hljóp til að bjarga henni en það var of seint. Þegar ég kom þangað var verksmiðjan brunnin til grunna.“ Hann sagði að dyrnar á framhlið hússins væru iðulega læstar og að eldurinn hafi brotist út innst inni í byggingunni. Tribun-Medan greindi frá því að dyrnar hafi verið læstar utan frá. Líkin höfðu hrannast upp við útidyrnar vegna þess að fórnarlömbin höfðu reynt að komast út, bætti hann við. Eigandi hússins, sem er eldri kona, sagði í samtali við sjónvarpsstöðina Metro að hún hafi leigt húsnæðið út til viðskiptamanns sem væri frá höfuðborgarsvæðinu, Medan, síðustu fjögur árin.
Indónesía Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira