Fótbolti

Andri Rúnar fljótur að stimpla sig inn í Þýskalandi

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Andri Rúnar raðaði inn mörkum hjá Helsingborg og er byrjaður að gera það sama hjá Kaiserslautern
Andri Rúnar raðaði inn mörkum hjá Helsingborg og er byrjaður að gera það sama hjá Kaiserslautern MYND/FACEBOOK-SÍÐA HELSINGBORGAR
Andri Rúnar Bjarnason gekk nýverið í raðir þýska félagsins Kaiserslautern og hann var ekki lengi að stimpla sig inn hjá þessu fornfræga liði.Andri Rúnar skoraði eitt mark í 4-1 sigri Kaiserslautern á FSV Frankfurt þegar liðin áttust við í æfingaleik í gær.Mark Andra Rúnars kom í upphafi síðari hálfleiks eftir að hann hafði komið inná sem varamaður í leikhléi.Andri Rúnar skaust fram á sjónarsviðið með Grindavík sumarið 2017 þegar hann jafnaði markamet í efstu deild. Í kjölfarið fór hann til Helsingborg í Svíþjóð og hjálpaði liðinu að komast upp í úrvalsdeild með því að vera markahæsti leikmaður sænsku B-deildarinnar.Kaiserslautern spilar í þýsku C-deildinni en á sér glæsta sögu og státar meðal annars af fjórum Þýskalandsmeistaratitlum. Liðið vann efstu deild Þýskalands síðast árið 1998.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.