Lagt er til að hækka verð á sykruðum og sykurlausum gosdrykkjum og sælgæti um hið minnsta 20% í nýrri aðgerðaáætlun gegn sykurneyslu Íslendinga. Að sama skapi verða verslanir hvattar til að hætta með tilboð á óhollustu, eins og að gos fylgi skyndibitatilboðum. Fjallað verður ítarlega um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2, kl. 18:30.
Einnig verður rætt við lögreglu um tónlistarhátíðina Secret Solstice. Um helmingi færri fíkniefnamál hafa komið upp í ár en í fyrra og virðast nágrannar í Laugardalnum mun sáttari við hátíðina.
Í fréttatímanum heimsækjum við bændur í Fagradal í Mýrdal sem nota bæjarlækinn til að knýja heimilisbílinn og fylgjumst með unga fólkinu dansa þjóðdansa á Eyrabakka.
Allt þetta og meira til í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar en einnig í beinni hér á Vísi kl. 18.30
Innlent
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.