Ekki forsvaranlegt að loka börn inni í menguðu húsnæði Ari Brynjólfsson skrifar 24. júní 2019 07:00 Í álmunni sem var lokað í Breiðholtsskóla í vor eftir að mygla fannst þar eru átta kennslustofur. Fréttablaðið/Ernir Samdráttur í útgjöldum til viðhalds eftir hrun hefur leitt til mygluvandamála í skólum. Sveppafræðingur segir ekki forsvaranlegt að loka börn inni í húsnæði sem mengað er af myglu. Fyrrverandi starfsmaður Breiðholtsskóla segist hafa fundið fyrir alvarlegum einkennum sem læknir rakti til myglu. „Ég er á því að gamalt fólk sem fær heimahjúkrun og ýmsa aðstoð á vegum sveitarfélagsins svo að það geti dvalið sem lengst heima hjá sér, ætti að fá smið í heimsókn sem hluta af þjónustunni. Það gerist of oft að þegar fólk eldist að það hætti að geta sinnt eðlilegu viðhaldi húsnæðisins og þá er hætta á að það fari að mygla en sjúklingar og gamalt fólk er svo viðkvæmt fyrir mengun af því tagi. Eftir hrunið var víða dregið saman í útgjöldum til viðhalds, það er að koma í bakið á fólki núna,“ segir Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir, sveppafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. Fossvogsskóla var lokað í vor eftir að mygla fannst í húsnæðinu, en einnig er verið að skoða ástand Ártúnsskóla. Í vor var álmu í Breiðholtsskóla lokað í kjölfar þess að mygla fannst í húsnæðinu. Um er að ræða átta kennslustofur sem verða endurnýjaðar að fullu innandyra, búist er við því að framkvæmdum ljúki næsta haust. Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir, doktor í sveppafræði hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. Mygla leggst mismunandi á einstaklinga og er aðeins lítill hluti fólks sem fær mjög sterk einkenni. Fyrrverandi starfsmaður skólans, sem vill ekki koma fram undir nafni að svo stöddu, segir að hann hafi ekki verið sá eini sem fann fyrir einkennum. „Það fyrsta sem læknirinn sagði við mig var að ég væri að vinna einhvers staðar þar sem er mikill sveppur. Það eina sem kæmi til greina væri mygla,“ segir starfsmaðurinn fyrrverandi. Hann starfaði þangað til í fyrra nálægt álmunni sem var lokað. Segir hann að það hafi tekið sig nokkra mánuði að ná sér að fullu. „Mér leið eins ég reykti karton á dag. Ég þarf stundum enn að ræskja mig.“ Fram kemur í minnisblaði Mannvits frá því í byrjun árs að engar sýnilegar rakaskemmdir hafi fundist við frumskoðun í Breiðholtsskóla en sýni voru tekin vegna kvartana starfsfólks um slappleika. Sýnin voru send á Náttúrufræðistofnun Íslands. Í þremur af fjórum kennslustofum þar sem tekin voru sýni fundust vísbendingar um ástand sem ástæða væri til að bregðast við, þar á meðal klumpur af brúnum sveppafrumum sem eiga líklega uppruna að rekja innandyra. Sýni sem tekið var úr útvegg einnar kennslustofunnar reyndist mengað af sveppagróum. Fréttablaðið bar niðurstöður sýnatökunnar undir Guðríði Gyðu. Miðað við þær sveppategundir sem fundust segir Guðríður Gyða að hún myndi byrja að leita undir gólfefnunum og líta síðan á sögu byggingarinnar hvað varðar leka og vatnstjón. Guðríður Gyða segir það geta verið mjög heilsuspillandi að dvelja í húsnæði menguðu af myglu og að það gæti gert einstaklinga viðkvæmari fyrir myglu. „Það er ekki forsvaranlegt að bjóða börnum upp á að vera lokuð inni heilan vetur í mygluðu húsnæði því börn, fólk með langvarandi sjúkdóma og gamalt fólk er viðkvæmast fyrir þessari mengun.“ Ekki sé nóg að drepa mygluna, það þurfi að hreinsa hana alveg í burtu til að koma í veg fyrir að agnir úr henni berist í fólk. Um sé að ræða vistkerfi sem fylgir því þegar húsnæði blotnar og mengar andrúmsloftið inni í húsum. Uppsöfnuð viðhaldsþörf Í svari frá borginni við fyrirspurn Fréttablaðsins segir að viðhaldsþörf í grunnskólunum sé uppsöfnuð og afleiðing af efnahagssamdrættinum sem varð eftir hrunið. Er nú verið að vinna það upp með auknum fjárframlögum til viðhalds. Hjá Reykjavíkurborg er miðað við að 1,5 prósent af stofnkostnaði fari í viðhaldskostnað. Á árunum 2009-2013 runnu að 0,64 prósent af stofnkostnaði til viðhalds í grunnskólum borgarinnar, það hlutfall hækkaði í 1,33 prósent á árunum 2014 til 2017. Þetta hækkaði í fyrra upp í 1,83 prósent en í ár er ráðgert er að verja 1,63 prósent af stofnkostnaði í viðhald. Alls runnu 267 milljónir til viðhalds á Breiðholtsskóla á árunum 2013 til 2018, þar af runnu 112 milljónir í átaksverkefni árið 2014. Í fyrra runnu 35 milljónir til viðhalds og 16 milljónir árið áður. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Mygla í Fossvogsskóla Tengdar fréttir Fyrsti mygluleitarhundur landsins tekin til starfa "Hann sýnir mér hvar myglan er, hann stendur kyrr og bendir og það gefur okkur vísbendingu um hvar við getum þá leitað af myglunni“, segir Jóhanna Þorbjörg Magnúsdóttir, hundaþjálfari, sem á fyrsta mygluleitarhund landsins. 11. maí 2019 19:30 Fossvogskóli verr farinn af myglu en áður var talið Gríðarmiklar framkvæmdir eru fyrirhugaðar í Fossvogsskóla vegna myglunnar en þar þarf að rífa þak, loft og veggi. Óvíst er hvernig skólahaldi verður háttað í haust vegna málsins. 6. júní 2019 20:17 Skólastjóri kveður mygluna í Fossvogsskóla Aðalbjörg Ingadóttir, skólastjóri Fossvogsskóla, mun hætta sem skólastjóri Fossvogsskóla um næstu áramót. Hún tekur við starfi skólastjóra Norðlingaskóla. 14. júní 2019 16:27 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Sjá meira
Samdráttur í útgjöldum til viðhalds eftir hrun hefur leitt til mygluvandamála í skólum. Sveppafræðingur segir ekki forsvaranlegt að loka börn inni í húsnæði sem mengað er af myglu. Fyrrverandi starfsmaður Breiðholtsskóla segist hafa fundið fyrir alvarlegum einkennum sem læknir rakti til myglu. „Ég er á því að gamalt fólk sem fær heimahjúkrun og ýmsa aðstoð á vegum sveitarfélagsins svo að það geti dvalið sem lengst heima hjá sér, ætti að fá smið í heimsókn sem hluta af þjónustunni. Það gerist of oft að þegar fólk eldist að það hætti að geta sinnt eðlilegu viðhaldi húsnæðisins og þá er hætta á að það fari að mygla en sjúklingar og gamalt fólk er svo viðkvæmt fyrir mengun af því tagi. Eftir hrunið var víða dregið saman í útgjöldum til viðhalds, það er að koma í bakið á fólki núna,“ segir Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir, sveppafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. Fossvogsskóla var lokað í vor eftir að mygla fannst í húsnæðinu, en einnig er verið að skoða ástand Ártúnsskóla. Í vor var álmu í Breiðholtsskóla lokað í kjölfar þess að mygla fannst í húsnæðinu. Um er að ræða átta kennslustofur sem verða endurnýjaðar að fullu innandyra, búist er við því að framkvæmdum ljúki næsta haust. Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir, doktor í sveppafræði hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. Mygla leggst mismunandi á einstaklinga og er aðeins lítill hluti fólks sem fær mjög sterk einkenni. Fyrrverandi starfsmaður skólans, sem vill ekki koma fram undir nafni að svo stöddu, segir að hann hafi ekki verið sá eini sem fann fyrir einkennum. „Það fyrsta sem læknirinn sagði við mig var að ég væri að vinna einhvers staðar þar sem er mikill sveppur. Það eina sem kæmi til greina væri mygla,“ segir starfsmaðurinn fyrrverandi. Hann starfaði þangað til í fyrra nálægt álmunni sem var lokað. Segir hann að það hafi tekið sig nokkra mánuði að ná sér að fullu. „Mér leið eins ég reykti karton á dag. Ég þarf stundum enn að ræskja mig.“ Fram kemur í minnisblaði Mannvits frá því í byrjun árs að engar sýnilegar rakaskemmdir hafi fundist við frumskoðun í Breiðholtsskóla en sýni voru tekin vegna kvartana starfsfólks um slappleika. Sýnin voru send á Náttúrufræðistofnun Íslands. Í þremur af fjórum kennslustofum þar sem tekin voru sýni fundust vísbendingar um ástand sem ástæða væri til að bregðast við, þar á meðal klumpur af brúnum sveppafrumum sem eiga líklega uppruna að rekja innandyra. Sýni sem tekið var úr útvegg einnar kennslustofunnar reyndist mengað af sveppagróum. Fréttablaðið bar niðurstöður sýnatökunnar undir Guðríði Gyðu. Miðað við þær sveppategundir sem fundust segir Guðríður Gyða að hún myndi byrja að leita undir gólfefnunum og líta síðan á sögu byggingarinnar hvað varðar leka og vatnstjón. Guðríður Gyða segir það geta verið mjög heilsuspillandi að dvelja í húsnæði menguðu af myglu og að það gæti gert einstaklinga viðkvæmari fyrir myglu. „Það er ekki forsvaranlegt að bjóða börnum upp á að vera lokuð inni heilan vetur í mygluðu húsnæði því börn, fólk með langvarandi sjúkdóma og gamalt fólk er viðkvæmast fyrir þessari mengun.“ Ekki sé nóg að drepa mygluna, það þurfi að hreinsa hana alveg í burtu til að koma í veg fyrir að agnir úr henni berist í fólk. Um sé að ræða vistkerfi sem fylgir því þegar húsnæði blotnar og mengar andrúmsloftið inni í húsum. Uppsöfnuð viðhaldsþörf Í svari frá borginni við fyrirspurn Fréttablaðsins segir að viðhaldsþörf í grunnskólunum sé uppsöfnuð og afleiðing af efnahagssamdrættinum sem varð eftir hrunið. Er nú verið að vinna það upp með auknum fjárframlögum til viðhalds. Hjá Reykjavíkurborg er miðað við að 1,5 prósent af stofnkostnaði fari í viðhaldskostnað. Á árunum 2009-2013 runnu að 0,64 prósent af stofnkostnaði til viðhalds í grunnskólum borgarinnar, það hlutfall hækkaði í 1,33 prósent á árunum 2014 til 2017. Þetta hækkaði í fyrra upp í 1,83 prósent en í ár er ráðgert er að verja 1,63 prósent af stofnkostnaði í viðhald. Alls runnu 267 milljónir til viðhalds á Breiðholtsskóla á árunum 2013 til 2018, þar af runnu 112 milljónir í átaksverkefni árið 2014. Í fyrra runnu 35 milljónir til viðhalds og 16 milljónir árið áður.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Mygla í Fossvogsskóla Tengdar fréttir Fyrsti mygluleitarhundur landsins tekin til starfa "Hann sýnir mér hvar myglan er, hann stendur kyrr og bendir og það gefur okkur vísbendingu um hvar við getum þá leitað af myglunni“, segir Jóhanna Þorbjörg Magnúsdóttir, hundaþjálfari, sem á fyrsta mygluleitarhund landsins. 11. maí 2019 19:30 Fossvogskóli verr farinn af myglu en áður var talið Gríðarmiklar framkvæmdir eru fyrirhugaðar í Fossvogsskóla vegna myglunnar en þar þarf að rífa þak, loft og veggi. Óvíst er hvernig skólahaldi verður háttað í haust vegna málsins. 6. júní 2019 20:17 Skólastjóri kveður mygluna í Fossvogsskóla Aðalbjörg Ingadóttir, skólastjóri Fossvogsskóla, mun hætta sem skólastjóri Fossvogsskóla um næstu áramót. Hún tekur við starfi skólastjóra Norðlingaskóla. 14. júní 2019 16:27 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Sjá meira
Fyrsti mygluleitarhundur landsins tekin til starfa "Hann sýnir mér hvar myglan er, hann stendur kyrr og bendir og það gefur okkur vísbendingu um hvar við getum þá leitað af myglunni“, segir Jóhanna Þorbjörg Magnúsdóttir, hundaþjálfari, sem á fyrsta mygluleitarhund landsins. 11. maí 2019 19:30
Fossvogskóli verr farinn af myglu en áður var talið Gríðarmiklar framkvæmdir eru fyrirhugaðar í Fossvogsskóla vegna myglunnar en þar þarf að rífa þak, loft og veggi. Óvíst er hvernig skólahaldi verður háttað í haust vegna málsins. 6. júní 2019 20:17
Skólastjóri kveður mygluna í Fossvogsskóla Aðalbjörg Ingadóttir, skólastjóri Fossvogsskóla, mun hætta sem skólastjóri Fossvogsskóla um næstu áramót. Hún tekur við starfi skólastjóra Norðlingaskóla. 14. júní 2019 16:27