Innlent

Fossvogskóli verr farinn af myglu en áður var talið

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Gríðarmiklar framkvæmdir eru fyrirhugaðar í Fossvogsskóla vegna myglunnar en þar þarf að rífa þak, loft og veggi. Óvíst er hvernig skólahaldi verður háttað í haust vegna málsins.
Gríðarmiklar framkvæmdir eru fyrirhugaðar í Fossvogsskóla vegna myglunnar en þar þarf að rífa þak, loft og veggi. Óvíst er hvernig skólahaldi verður háttað í haust vegna málsins. vísir/vilhelm

Í ljós hefur komið að ástand þaks í Vesturlandi í Fossvogsskóla er mun verra en fyrstu athuganir leiddu í ljós. Óvíst er hvort framkvæmdaraðilar nái að ljúka verkinu áður en skólahald hefst að nýju í haust.

Þetta kom fram í tölvupósti frá Aðalbjörgu Ingadóttur, skólastjóra Fossvogsskóla, til foreldra og forráðamanna. Nemendur í 1-3 bekk eru vanalega í þessum hluta skólahúsnæðisins en þeim verður komið fyrir í öðru rými.

Fossvogsskóla var lokað um miðjan mars vegna myglu í húsnæðinu en sýnataka leiddi í ljós raka-og loftgæðavandamál. Bæði nemendur og starfsfólk skólans höfðu kvartað undan einkennum vegna myglu.

„Þaksperrur yfir miðrými Vesturlands eru skemmdar vegna raka og þarf að fjarlægja þær. Þetta þýðir að framkvæmdir í þessum hluta skólahúsnæðisins tefjast fram á haustið. Í byrjun ágúst liggur gangur framkvæmdanna betur fyrir og eins áform um tilhögun skólastarfs í upphafi nýs skólaárs að því marki sem seinkun á skilum Vesturlands hefur áhrif á þau,“ segir í bréfinu.

Boðað verður til foreldrafundar í fyrri hluta ágústmánaðar en hægt er að fylgjast með gangi framkvæmda við skólann á vef borgarinnar.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.