Vilja verulega breytt fjölmiðlafrumvarp í haust Sveinn Arnarsson skrifar 24. júní 2019 06:00 Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/vilhelm Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins leggur mikla áherslu á að fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, taki verulegum breytingum áður en það verður lagt fram að nýju í haust. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins innan þingflokksins. Einn heimildarmaður blaðsins segist raunar ekki muna eftir öðru stjórnarfrumvarpi sem hafi verið afgreitt úr þingflokknum með jafn miklum fyrirvörum. Þannig muni þingflokkurinn meðal annars setja það skilyrði að tekið verði á málefnum RÚV. Að minnsta kosti verði settar miklar skorður við samkeppnisrekstri félagsins og það helst dregið alveg af samkeppnismarkaði. Frumvarp Lilju sem ætlað var að styrkja stöðu einkarekinna fjölmiðla komst ekki til umræðu áður en Alþingi fór í sumarleyfi. Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að þótt frumvarpið hafi verið afgreitt út úr þingflokknum hafi verið samstaða um það að það færi ekki í gegn á þessu þingi. Ljóst sé að fyrirvarar séu hjá mörgum þingmönnum flokksins. „Ég held að það sé alveg deginum ljósara að það voru ekki allir í þingflokknum sáttir við frumvarpið eins og það var lagt fram. Ráðherra fannst mikilvægt að leggja málið fram svo það fengi kynningu og einhverja umræðu. Það yrði svo verkefni næsta þings að ná þessu í gegn,“ segir Bryndís. Þegar ráðherra kynnti frumvarpið í lok janúar sagði hann að málefni RÚV yrðu skoðuð síðar. Endanleg útgáfa frumvarpsins leit svo dagsins ljós í maí en þá hafði málsgrein verið bætt við greinargerð um að skoða ætti tekjuuppbyggingu RÚV. Frumvarpinu var ekki dreift á Alþingi fyrr en 20. maí þrátt fyrir að ríkisstjórnin hafi afgreitt það 3. þess mánaðar. Voru þær tafir meðal annars raktar til andstöðu innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Að mati Óla Björns Kárasonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, er staða RÚV lykilatriði. „Ef það er einhver alvara í því að styrkja stöðu sjálfstæðra fjölmiðla þá verða menn að taka á þátttöku RÚV á samkeppnismarkaði þar sem það nýtur yfirburða. Það verður að jafna leikvöllinn,“ segir Óli Björn. Eitthvað verði að gera en mikill meirihluti þingsins vilji vernda RÚV. „Það má ekkert gera sem raskar stöðu RÚV og þá skil ég ekki hvernig menn ætla að jafna leikvöllinn.“ Annar heimildarmaður segir málið snúið fyrir flokkinn þar sem verið sé að búa til styrkjakerfi sem gangi gegn grunnhugmyndum hans um atvinnulíf. Hins vegar telji ýmsir það réttlætanlegt í ljósi ójafnrar stöðu einkarekinna fjölmiðla Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlalög Fjölmiðlar Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir RÚV er fíllinn í stofunni Blaðamennska er sjúkdómur, segir Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokks. Óli Björn, Kolbeinn Proppé, VG og Hanna Katrín Friðriksson, Viðreisn, eru öll fyrrverandi blaðamenn. Sammála um að ef ekkert verði gert muni fækka í flóru sjálfstæðra fjölmiðla. 2. mars 2019 15:00 Stjórnin skoðar frekari aðgerðir fyrir fjölmiðla Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra útilokar ekki breytingar á fjölmiðlafrumvarpi sem hún kynnti fyrir viku og felur í sér ríkisstyrki til sjálfstæðra fjölmiðla. 7. febrúar 2019 06:00 Sjálfstæðismenn amast við fjölmiðlafrumvarpi Óánægjuraddir innan raða Sjálfstæðismanna með fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur. Þingmenn segja hafa komið á óvart þegar ráðherrann sagði einhug í ríkisstjórn um málið. Lilja segist ekki hafa heyrt af óánægju Sjálfstæðismanna. 5. febrúar 2019 06:45 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Stórhættulegt að útvista öllum vörnum landsins til erlendra aðila „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Sjá meira
Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins leggur mikla áherslu á að fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, taki verulegum breytingum áður en það verður lagt fram að nýju í haust. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins innan þingflokksins. Einn heimildarmaður blaðsins segist raunar ekki muna eftir öðru stjórnarfrumvarpi sem hafi verið afgreitt úr þingflokknum með jafn miklum fyrirvörum. Þannig muni þingflokkurinn meðal annars setja það skilyrði að tekið verði á málefnum RÚV. Að minnsta kosti verði settar miklar skorður við samkeppnisrekstri félagsins og það helst dregið alveg af samkeppnismarkaði. Frumvarp Lilju sem ætlað var að styrkja stöðu einkarekinna fjölmiðla komst ekki til umræðu áður en Alþingi fór í sumarleyfi. Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að þótt frumvarpið hafi verið afgreitt út úr þingflokknum hafi verið samstaða um það að það færi ekki í gegn á þessu þingi. Ljóst sé að fyrirvarar séu hjá mörgum þingmönnum flokksins. „Ég held að það sé alveg deginum ljósara að það voru ekki allir í þingflokknum sáttir við frumvarpið eins og það var lagt fram. Ráðherra fannst mikilvægt að leggja málið fram svo það fengi kynningu og einhverja umræðu. Það yrði svo verkefni næsta þings að ná þessu í gegn,“ segir Bryndís. Þegar ráðherra kynnti frumvarpið í lok janúar sagði hann að málefni RÚV yrðu skoðuð síðar. Endanleg útgáfa frumvarpsins leit svo dagsins ljós í maí en þá hafði málsgrein verið bætt við greinargerð um að skoða ætti tekjuuppbyggingu RÚV. Frumvarpinu var ekki dreift á Alþingi fyrr en 20. maí þrátt fyrir að ríkisstjórnin hafi afgreitt það 3. þess mánaðar. Voru þær tafir meðal annars raktar til andstöðu innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Að mati Óla Björns Kárasonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, er staða RÚV lykilatriði. „Ef það er einhver alvara í því að styrkja stöðu sjálfstæðra fjölmiðla þá verða menn að taka á þátttöku RÚV á samkeppnismarkaði þar sem það nýtur yfirburða. Það verður að jafna leikvöllinn,“ segir Óli Björn. Eitthvað verði að gera en mikill meirihluti þingsins vilji vernda RÚV. „Það má ekkert gera sem raskar stöðu RÚV og þá skil ég ekki hvernig menn ætla að jafna leikvöllinn.“ Annar heimildarmaður segir málið snúið fyrir flokkinn þar sem verið sé að búa til styrkjakerfi sem gangi gegn grunnhugmyndum hans um atvinnulíf. Hins vegar telji ýmsir það réttlætanlegt í ljósi ójafnrar stöðu einkarekinna fjölmiðla
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlalög Fjölmiðlar Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir RÚV er fíllinn í stofunni Blaðamennska er sjúkdómur, segir Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokks. Óli Björn, Kolbeinn Proppé, VG og Hanna Katrín Friðriksson, Viðreisn, eru öll fyrrverandi blaðamenn. Sammála um að ef ekkert verði gert muni fækka í flóru sjálfstæðra fjölmiðla. 2. mars 2019 15:00 Stjórnin skoðar frekari aðgerðir fyrir fjölmiðla Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra útilokar ekki breytingar á fjölmiðlafrumvarpi sem hún kynnti fyrir viku og felur í sér ríkisstyrki til sjálfstæðra fjölmiðla. 7. febrúar 2019 06:00 Sjálfstæðismenn amast við fjölmiðlafrumvarpi Óánægjuraddir innan raða Sjálfstæðismanna með fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur. Þingmenn segja hafa komið á óvart þegar ráðherrann sagði einhug í ríkisstjórn um málið. Lilja segist ekki hafa heyrt af óánægju Sjálfstæðismanna. 5. febrúar 2019 06:45 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Stórhættulegt að útvista öllum vörnum landsins til erlendra aðila „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Sjá meira
RÚV er fíllinn í stofunni Blaðamennska er sjúkdómur, segir Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokks. Óli Björn, Kolbeinn Proppé, VG og Hanna Katrín Friðriksson, Viðreisn, eru öll fyrrverandi blaðamenn. Sammála um að ef ekkert verði gert muni fækka í flóru sjálfstæðra fjölmiðla. 2. mars 2019 15:00
Stjórnin skoðar frekari aðgerðir fyrir fjölmiðla Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra útilokar ekki breytingar á fjölmiðlafrumvarpi sem hún kynnti fyrir viku og felur í sér ríkisstyrki til sjálfstæðra fjölmiðla. 7. febrúar 2019 06:00
Sjálfstæðismenn amast við fjölmiðlafrumvarpi Óánægjuraddir innan raða Sjálfstæðismanna með fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur. Þingmenn segja hafa komið á óvart þegar ráðherrann sagði einhug í ríkisstjórn um málið. Lilja segist ekki hafa heyrt af óánægju Sjálfstæðismanna. 5. febrúar 2019 06:45