Tvö víti björguðu heimsmeisturunum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
vísir/getty
Ríkjandi heimsmeistarar Bandaríkjanna þurftu tvær vítaspyrnur til þess að slá Spánverja úr keppni á HM kvenna í fótbolta.Strax á fimmtu mínútu leiksins braut Mapi Leon af sér innan vítateigs þegar hún tók Tobin Heath niður. Vítaspyrna dæmd, Megan Rapinoe fór á punktinn og skoraði.Spánverjar jöfnuðu hins vegar leikinn á níundu mínútu. Alyssa Naeher átti sendingu út úr marki sínu, stutta á Becky Sauerbrunn. Sauerbrunn var ekki tilbúin í að taka á móti boltanum, Lucia Garcia náði að hirða hann af henni og koma boltanum á Jenni Hermoso sem skoraði.Fleiri mörk voru ekki skoruð í fyrri hálfleik og allt jafnt. Á 71. mínútu fengu Bandaríkin aðra vítaspyrnu þegar Rose Lavelle fór niður eftir snertingu frá Virginia Torrecilla.Myndbandsdómarinn skoðaði atvikið og fékk Katalin Kulcsar, dómara leiksins, til að fara sjálfa að skjánum á hliðarlínunni og skoða það og eftir langa, langa umhugsun stóð Kulcsar við ákvörðuinina. Rapinoe fór aftur á vítapunktinn og skoraði aftur.Þær bandarísku héldu út og fögnuðu 2-1 sigri. Þær fara áfram í 8-liða úrslitin en Spánverjar eru á heimleið.

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.