Svíar slógu Kanada úr leik

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
vísir/getty
Svíar mæta Þjóðverjum í 8-liða úrslitum á HM kvenna eftir sigur á Kanada í 16-liða úrslitunum í kvöld.Fyrri hálfleikur var nokkuð bragðdaufur í París í kvöld en á 55. mínútu skoraði Stina Blackstenius opnunarmark leiksins fyrir Svía. Markið kom úr fyrsta skoti leiksins sem rataði á markrammann.Kanadísku stúlkurnar fengu upplagt tækifæri til þess að jafna metin þegar þær fengu vítaspyrnu en Hedvig Lindahl varði frá Janine Beckie.Annars ógnaði kanadíska liðið lítið sem ekkert í leiknum og Svíar unnu að lokum 1-0 sigur.

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.