Frönsk fótboltastjarna snéri aftur á HM með óvenjulegum hætti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. júní 2019 16:00 Élodie Thomis í leik á móti Íslandi á EM 2017. Hér sækir Hallbera Gísladóttir að henni. Getty/Dean Mouhtaropoulos Heimsmeistarakeppni kvenna í fótbolta er í fullum gangi í Frakklandi og heimastúlkur eru að sjálfsögðu í sviðsljósinu. Frakkar eru komnir í átta liða úrslitin eftir sigur á Brasilíu í framlengdum leik í sextán liða úrslitunum í gær. Franska liðið hefur líka verið með á síðustu heimsmeistarakeppnum en þá var í liðinu hin eldfljóta Élodie Thomis. Élodie Thomis hefur nú lagt fótboltaskóna á hilluna þrátt fyrir að vera enn bara 32 ára gömul. Hún hætti að spila með landsliðinu 2017 og lék sinn síðasta fótboltaleik með Olympique Lyon vorið 2018. Thomis tekur engu að síður þátt í HM í Frakklandi en með óvenjulegum hætti. Hún er ekki sérfræðingur eða lýsandi eins og margar fyrrum knattspyrnustjörnur heldur er hún á bak við myndavélina.As a player, she won caps for #FRA and competed in the last two editions of the #FIFAWWC Now Elodie Thomis is back at the global finals - but this time as a TV camerawoman @FIFAWWC_FRA | #DareToShine — FIFA Women's World Cup (@FIFAWWC) June 23, 2019Thomis stóð sig vel í nýju hlutverki og hver veit nema að hún nái líka miklu frama fyrir aftan myndavélarnar eins og fyrir framan þær. Élodie Thomis skoraði 32 mörk í 141 leik fyrir franska landsliðið en á ellefu tímabilum með Olympique Lyon skoraði hún 107 mörk í 278 leikjum í öllum keppnum. Thomis varð ellefu sinnum franskur meistari, sjö sinnum franskur bikarmeistari og vann Meistaradeildina fimm sinnum.Le fan numéro 1 de @ClemaronMaeva et des Bleues ? Son petit frère évidemment ! Élodie Thomis et @cam10abily23 ont ému la milieu de terrain de l’équipe de France avec cette jolie dédicace ! pic.twitter.com/Koh9sSxndS — Téléfoot (@telefoot_TF1) June 16, 2019 HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Fleiri fréttir „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Sjá meira
Heimsmeistarakeppni kvenna í fótbolta er í fullum gangi í Frakklandi og heimastúlkur eru að sjálfsögðu í sviðsljósinu. Frakkar eru komnir í átta liða úrslitin eftir sigur á Brasilíu í framlengdum leik í sextán liða úrslitunum í gær. Franska liðið hefur líka verið með á síðustu heimsmeistarakeppnum en þá var í liðinu hin eldfljóta Élodie Thomis. Élodie Thomis hefur nú lagt fótboltaskóna á hilluna þrátt fyrir að vera enn bara 32 ára gömul. Hún hætti að spila með landsliðinu 2017 og lék sinn síðasta fótboltaleik með Olympique Lyon vorið 2018. Thomis tekur engu að síður þátt í HM í Frakklandi en með óvenjulegum hætti. Hún er ekki sérfræðingur eða lýsandi eins og margar fyrrum knattspyrnustjörnur heldur er hún á bak við myndavélina.As a player, she won caps for #FRA and competed in the last two editions of the #FIFAWWC Now Elodie Thomis is back at the global finals - but this time as a TV camerawoman @FIFAWWC_FRA | #DareToShine — FIFA Women's World Cup (@FIFAWWC) June 23, 2019Thomis stóð sig vel í nýju hlutverki og hver veit nema að hún nái líka miklu frama fyrir aftan myndavélarnar eins og fyrir framan þær. Élodie Thomis skoraði 32 mörk í 141 leik fyrir franska landsliðið en á ellefu tímabilum með Olympique Lyon skoraði hún 107 mörk í 278 leikjum í öllum keppnum. Thomis varð ellefu sinnum franskur meistari, sjö sinnum franskur bikarmeistari og vann Meistaradeildina fimm sinnum.Le fan numéro 1 de @ClemaronMaeva et des Bleues ? Son petit frère évidemment ! Élodie Thomis et @cam10abily23 ont ému la milieu de terrain de l’équipe de France avec cette jolie dédicace ! pic.twitter.com/Koh9sSxndS — Téléfoot (@telefoot_TF1) June 16, 2019
HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Fleiri fréttir „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Sjá meira