Fótbolti

Frönsk fótboltastjarna snéri aftur á HM með óvenjulegum hætti

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Élodie Thomis í leik á móti Íslandi á EM 2017. Hér sækir Hallbera Gísladóttir að henni.
Élodie Thomis í leik á móti Íslandi á EM 2017. Hér sækir Hallbera Gísladóttir að henni. Getty/Dean Mouhtaropoulos
Heimsmeistarakeppni kvenna í fótbolta er í fullum gangi í Frakklandi og heimastúlkur eru að sjálfsögðu í sviðsljósinu.Frakkar eru komnir í átta liða úrslitin eftir sigur á Brasilíu í framlengdum leik í sextán liða úrslitunum í gær.Franska liðið hefur líka verið með á síðustu heimsmeistarakeppnum en þá var í liðinu hin eldfljóta Élodie Thomis.Élodie Thomis hefur nú lagt fótboltaskóna á hilluna þrátt fyrir að vera enn bara 32 ára gömul. Hún hætti að spila með landsliðinu 2017 og lék sinn síðasta fótboltaleik með Olympique Lyon vorið 2018.Thomis tekur engu að síður þátt í HM í Frakklandi en með óvenjulegum hætti. Hún er ekki sérfræðingur eða lýsandi eins og margar fyrrum knattspyrnustjörnur heldur er hún á bak við myndavélina.Thomis stóð sig vel í nýju hlutverki og hver veit nema að hún nái líka miklu frama fyrir aftan myndavélarnar eins og fyrir framan þær.Élodie Thomis skoraði 32 mörk í 141 leik fyrir franska landsliðið en á ellefu tímabilum með Olympique Lyon skoraði hún 107 mörk í 278 leikjum í öllum keppnum.

Thomis varð ellefu sinnum franskur meistari, sjö sinnum franskur bikarmeistari og vann Meistaradeildina fimm sinnum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.