Innlent

Bermúdaskálarhetja í ellefu manna heiðurshópi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Jón Baldursson ásamt Jafet Ólafssyni, formanni Bridgesambandsins sem veitti Jóni viðurkenninguna í dag.
Jón Baldursson ásamt Jafet Ólafssyni, formanni Bridgesambandsins sem veitti Jóni viðurkenninguna í dag.

Jón Baldursson var tekinn inn í Frægðarhöllina „Hall of Fame“ í bridge í síðustu viku og var það Evrópska Bridgesambandið sem valdi hann. En nú eru 11 einstaklingar í þessari Frægðarhöll.

Jón er án efa fræknasti bridgespilari Íslendinga fyrr og síðar. Hann hefur orðið oftast allra Íslandsmeistari í sveitakeppni í bridge eða 15 sinnum og Íslandsmeistari í tvímenningskeppni 6 sinnum. Hann varð Norðurlandameistari 1988, 1994, 2013, 2015 og núna síðast í byrjun júní 2019.

Jón spilaði fyrst með landsliði Íslands í bridge árið 1975 og hefur síðan spilað u.þ.b. 600 landsleiki. Hann vann Generali master, óopinbera heimsmeistarakeppni í einmenningi, árið 1994, vann Transnational sveitakeppni, óopinbera heimsmeistarakeppni í blönduðum flokki, árið 1996 og hefur tvisvar orðið Norður-Ameríkumeistari.

Hann varð heimsmeistari í bridge er íslenska sveitin vann Bermuda Bowl, eða heimsmeistaratitilinn í bridge árið 1991 í Yokohama.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.