Innlent

Þrír handteknir vegna heimilisofbeldis

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Alls voru 63 mál bókuð hjá lögreglu frá klukkan fimm síðdegis í gær og þangað til fimm í morgun.
Alls voru 63 mál bókuð hjá lögreglu frá klukkan fimm síðdegis í gær og þangað til fimm í morgun. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók þrjá í gær sem grunaðir eru um líkamsárás eða heimilisofbeldi. Misalvarlegir áverkar voru á þolendum. Gerendur voru vistaðir í fangageymslu, að því er fram kemur í dagbók lögreglu.

Á níunda tímanum í gærkvöldi var óskað eftir aðstoð lögreglu að matvöruverslun í Kópavogi. Öryggisvörður hafði þar afskipti af konu sem var grunuð um þjófnað. Konan brást illa við og minniháttar átök enduðu með því að konan beit öryggisvörðinn í handlegg.

Öryggisvörðurinn þurfti að leita á slysadeild. Konan var handtekin og flutt á lögreglustöð þar sem hún viðurkenndi þjófnað.

Alls voru 63 mál bókuð hjá lögreglu frá klukkan fimm síðdegis í gær og þangað til fimm í morgun. Þá voru þrír handteknir grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Þeir voru látnir lausir að lokinni sýnatöku.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.