Vítaspyrna á 89. mínútu tryggði Evrópumeisturunum síðasta sætið í átta liða úrslitunum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hollendingar fagna sigurmarkinu.
Hollendingar fagna sigurmarkinu. visir/getty

Evrópumeistarar Hollands eru komnir í átta liða úrslit HM kvenna í Frakklandi eftir dramatískan 2-1 sigur gegn Japan er liðin mættust í Rennes í kvöld.

Hin magnaða Lieke Martens kom Hollandi yfir strax á sautjándu mínútu. Lieke, sem leikur með Barcelona, skoraði þá með glæsilegri hælspyrnu.

Jöfnunarmark Japans var ekki verra. Yui Hasegawa fékk þá frábæra sendingu og lyfti boltanum glæsilega í markið. Allt jafnt í hálfleik.

Japanir fengu hættulegri færi í síðari hálfleiknum. Þær skutu meðal annars í slá en það voru svo Hollendingar sem skoruðu sigurmarkið.

Vítaspyrna var dæmd á 89. mínútu er skot Vivianne Miedema fór í hönd Saki Kumagai. Klár vítaspyrna og Mertens skoraði annað mark sitt af vítapunktinum.

Holland mætir Ítalíu í átta liða úrslitunum.

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.