Vítaspyrna á 89. mínútu tryggði Evrópumeisturunum síðasta sætið í átta liða úrslitunum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hollendingar fagna sigurmarkinu.
Hollendingar fagna sigurmarkinu. visir/getty
Evrópumeistarar Hollands eru komnir í átta liða úrslit HM kvenna í Frakklandi eftir dramatískan 2-1 sigur gegn Japan er liðin mættust í Rennes í kvöld.

Hin magnaða Lieke Martens kom Hollandi yfir strax á sautjándu mínútu. Lieke, sem leikur með Barcelona, skoraði þá með glæsilegri hælspyrnu.

Jöfnunarmark Japans var ekki verra. Yui Hasegawa fékk þá frábæra sendingu og lyfti boltanum glæsilega í markið. Allt jafnt í hálfleik.







Japanir fengu hættulegri færi í síðari hálfleiknum. Þær skutu meðal annars í slá en það voru svo Hollendingar sem skoruðu sigurmarkið.

Vítaspyrna var dæmd á 89. mínútu er skot Vivianne Miedema fór í hönd Saki Kumagai. Klár vítaspyrna og Mertens skoraði annað mark sitt af vítapunktinum.







Holland mætir Ítalíu í átta liða úrslitunum.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira