Fótbolti

Guðmundur í sigurliði en enginn Kolbeinn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Guðmundur í leik á leiktíðinni með Norrköping.
Guðmundur í leik á leiktíðinni með Norrköping. vísir/getty

Guðmundur Þórarinsson var í byrjunarliði Norrköping sem vann 2-0 sigur á AIK í stórleik í sænsku úrvalsdeildinni í dag.

Guðmundur nældi sér í gult spjald á 24. mínútu en Christoffer Nyman kom Norrköping yfir einni mínútu fyrir lok fyrri hálfleiks.

Á 55. mínútu fékk Panajotis Dimitriadis beint rautt spjald og það nýttu gestirnir frá Norrköping sér. Nyman skoraði annað mark sitt á 63. mínútu og lokatölur 2-0.

Selfyssingurinn lék allan leikinn á miðjunni fyrir Norrköping en þeir eru í sjötta sæti deildarinnar.

Kolbeinn Sigþórsson var ekki í leikmannahópi AIK sem er í þriðja sætinu, þremur stigum á undan Norrköping.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.