Segja mörgum spurningum um Íslandspóst enn ósvarað Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 26. júní 2019 13:15 Þingmenn segja mörgum spurningum enn ósvarað vegna Íslandspósts. FBL/Ernir Samkeppniseftirlitið og fyrrverandi og núverandi forstjórar Íslandspósts verða kallaðir fyrir stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd þar sem mörgum spurningum er ennþá ósvarað um rekstrarvanda Íslandspósts að sögn formanns nefndarinnar. Nefndarmaður í fjárlaganefnd segir enn fremur að Póst-og fjarskiptastofnun verði einnig kölluð fyrir nefndina. Ríkisendurskoðun skilaði af sér skýrslu um rekstur og stjórnun Íslandspósts í gær. Fjárlaganefnd fór fram á að skýrslan yrði gerð eftir að í ljós kom að félagið stóð frammi fyrir miklum fjárhagsvanda og hafði fengið lán uppá hálfan milljarð. Þá liggur fyrir lánsheimild uppá einn og hálfan milljarð frá ríkinu. Ríkisendurskoðun gerir margvíslegar athugasemdir við rekstur og stjórnun póstsins og lagði til margs konar úrbætur. Bjarni Jónsson formaður stjórnar Íslandspósts segir að miklar skipulagsbreytingar og hagræðingaraðgerðir liggi nú fyrir hjá fyrirtækinu og á þessari stundu liggi ekki fyrir hvort öll lánsheimildin frá ríkissjóði verði nýtt. „Það verður bara aðeins að koma í ljós. Við erum að reyna hratt og vel að umbylta félaginu og svo er margt í ytra umhverfinu sem við vitum ekki hvernig þróast. Til dæmis eru nýsamþykkt póstlög sem við eigum eftir að átta okkur á hvað þýði fyrir félagið,“ segir Bjarni. Niðurstöður Ríkisendurskoðunnar um Íslandspóst voru kynntar á nefndarfundi hjá fjárlaganefnd og stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd í gær. Helga Vala Helgadóttir formaður síðari nefndarinnar segir mörgum spurningum enn ósvarað. „Stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd á eftir að fara gaumgæfilega yfir þetta allt saman. Við munum kalla fyrir Samkeppniseftirlitið fyrir og fyrrverandi og núverandi forstjóra. Það er ýmislegt sem við þurfum að spyrja útí,“ segir Helga. Björn Leví Gunnarsson nefndarmaður í fjárlaganefnd segir enn fremur nauðsynlegt að fá póst og fjarskiptastofnun fyrir nefndina. „Við báðum um að fá alla vega Samkeppniseftirlitið og Póst-og fjarskiptastofnun á fund. Við sitjum uppi með lántöku uppá einn og hálfan milljarð en enga lausn á því hvernig þetta verður til frambúðar,“ segir Björn Leví Gunnarsson. Alþingi Íslandspóstur Mest lesið Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fleiri fréttir Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Sjá meira
Samkeppniseftirlitið og fyrrverandi og núverandi forstjórar Íslandspósts verða kallaðir fyrir stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd þar sem mörgum spurningum er ennþá ósvarað um rekstrarvanda Íslandspósts að sögn formanns nefndarinnar. Nefndarmaður í fjárlaganefnd segir enn fremur að Póst-og fjarskiptastofnun verði einnig kölluð fyrir nefndina. Ríkisendurskoðun skilaði af sér skýrslu um rekstur og stjórnun Íslandspósts í gær. Fjárlaganefnd fór fram á að skýrslan yrði gerð eftir að í ljós kom að félagið stóð frammi fyrir miklum fjárhagsvanda og hafði fengið lán uppá hálfan milljarð. Þá liggur fyrir lánsheimild uppá einn og hálfan milljarð frá ríkinu. Ríkisendurskoðun gerir margvíslegar athugasemdir við rekstur og stjórnun póstsins og lagði til margs konar úrbætur. Bjarni Jónsson formaður stjórnar Íslandspósts segir að miklar skipulagsbreytingar og hagræðingaraðgerðir liggi nú fyrir hjá fyrirtækinu og á þessari stundu liggi ekki fyrir hvort öll lánsheimildin frá ríkissjóði verði nýtt. „Það verður bara aðeins að koma í ljós. Við erum að reyna hratt og vel að umbylta félaginu og svo er margt í ytra umhverfinu sem við vitum ekki hvernig þróast. Til dæmis eru nýsamþykkt póstlög sem við eigum eftir að átta okkur á hvað þýði fyrir félagið,“ segir Bjarni. Niðurstöður Ríkisendurskoðunnar um Íslandspóst voru kynntar á nefndarfundi hjá fjárlaganefnd og stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd í gær. Helga Vala Helgadóttir formaður síðari nefndarinnar segir mörgum spurningum enn ósvarað. „Stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd á eftir að fara gaumgæfilega yfir þetta allt saman. Við munum kalla fyrir Samkeppniseftirlitið fyrir og fyrrverandi og núverandi forstjóra. Það er ýmislegt sem við þurfum að spyrja útí,“ segir Helga. Björn Leví Gunnarsson nefndarmaður í fjárlaganefnd segir enn fremur nauðsynlegt að fá póst og fjarskiptastofnun fyrir nefndina. „Við báðum um að fá alla vega Samkeppniseftirlitið og Póst-og fjarskiptastofnun á fund. Við sitjum uppi með lántöku uppá einn og hálfan milljarð en enga lausn á því hvernig þetta verður til frambúðar,“ segir Björn Leví Gunnarsson.
Alþingi Íslandspóstur Mest lesið Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fleiri fréttir Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Sjá meira