Segja mörgum spurningum um Íslandspóst enn ósvarað Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 26. júní 2019 13:15 Þingmenn segja mörgum spurningum enn ósvarað vegna Íslandspósts. FBL/Ernir Samkeppniseftirlitið og fyrrverandi og núverandi forstjórar Íslandspósts verða kallaðir fyrir stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd þar sem mörgum spurningum er ennþá ósvarað um rekstrarvanda Íslandspósts að sögn formanns nefndarinnar. Nefndarmaður í fjárlaganefnd segir enn fremur að Póst-og fjarskiptastofnun verði einnig kölluð fyrir nefndina. Ríkisendurskoðun skilaði af sér skýrslu um rekstur og stjórnun Íslandspósts í gær. Fjárlaganefnd fór fram á að skýrslan yrði gerð eftir að í ljós kom að félagið stóð frammi fyrir miklum fjárhagsvanda og hafði fengið lán uppá hálfan milljarð. Þá liggur fyrir lánsheimild uppá einn og hálfan milljarð frá ríkinu. Ríkisendurskoðun gerir margvíslegar athugasemdir við rekstur og stjórnun póstsins og lagði til margs konar úrbætur. Bjarni Jónsson formaður stjórnar Íslandspósts segir að miklar skipulagsbreytingar og hagræðingaraðgerðir liggi nú fyrir hjá fyrirtækinu og á þessari stundu liggi ekki fyrir hvort öll lánsheimildin frá ríkissjóði verði nýtt. „Það verður bara aðeins að koma í ljós. Við erum að reyna hratt og vel að umbylta félaginu og svo er margt í ytra umhverfinu sem við vitum ekki hvernig þróast. Til dæmis eru nýsamþykkt póstlög sem við eigum eftir að átta okkur á hvað þýði fyrir félagið,“ segir Bjarni. Niðurstöður Ríkisendurskoðunnar um Íslandspóst voru kynntar á nefndarfundi hjá fjárlaganefnd og stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd í gær. Helga Vala Helgadóttir formaður síðari nefndarinnar segir mörgum spurningum enn ósvarað. „Stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd á eftir að fara gaumgæfilega yfir þetta allt saman. Við munum kalla fyrir Samkeppniseftirlitið fyrir og fyrrverandi og núverandi forstjóra. Það er ýmislegt sem við þurfum að spyrja útí,“ segir Helga. Björn Leví Gunnarsson nefndarmaður í fjárlaganefnd segir enn fremur nauðsynlegt að fá póst og fjarskiptastofnun fyrir nefndina. „Við báðum um að fá alla vega Samkeppniseftirlitið og Póst-og fjarskiptastofnun á fund. Við sitjum uppi með lántöku uppá einn og hálfan milljarð en enga lausn á því hvernig þetta verður til frambúðar,“ segir Björn Leví Gunnarsson. Alþingi Íslandspóstur Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Fleiri fréttir Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Sjá meira
Samkeppniseftirlitið og fyrrverandi og núverandi forstjórar Íslandspósts verða kallaðir fyrir stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd þar sem mörgum spurningum er ennþá ósvarað um rekstrarvanda Íslandspósts að sögn formanns nefndarinnar. Nefndarmaður í fjárlaganefnd segir enn fremur að Póst-og fjarskiptastofnun verði einnig kölluð fyrir nefndina. Ríkisendurskoðun skilaði af sér skýrslu um rekstur og stjórnun Íslandspósts í gær. Fjárlaganefnd fór fram á að skýrslan yrði gerð eftir að í ljós kom að félagið stóð frammi fyrir miklum fjárhagsvanda og hafði fengið lán uppá hálfan milljarð. Þá liggur fyrir lánsheimild uppá einn og hálfan milljarð frá ríkinu. Ríkisendurskoðun gerir margvíslegar athugasemdir við rekstur og stjórnun póstsins og lagði til margs konar úrbætur. Bjarni Jónsson formaður stjórnar Íslandspósts segir að miklar skipulagsbreytingar og hagræðingaraðgerðir liggi nú fyrir hjá fyrirtækinu og á þessari stundu liggi ekki fyrir hvort öll lánsheimildin frá ríkissjóði verði nýtt. „Það verður bara aðeins að koma í ljós. Við erum að reyna hratt og vel að umbylta félaginu og svo er margt í ytra umhverfinu sem við vitum ekki hvernig þróast. Til dæmis eru nýsamþykkt póstlög sem við eigum eftir að átta okkur á hvað þýði fyrir félagið,“ segir Bjarni. Niðurstöður Ríkisendurskoðunnar um Íslandspóst voru kynntar á nefndarfundi hjá fjárlaganefnd og stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd í gær. Helga Vala Helgadóttir formaður síðari nefndarinnar segir mörgum spurningum enn ósvarað. „Stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd á eftir að fara gaumgæfilega yfir þetta allt saman. Við munum kalla fyrir Samkeppniseftirlitið fyrir og fyrrverandi og núverandi forstjóra. Það er ýmislegt sem við þurfum að spyrja útí,“ segir Helga. Björn Leví Gunnarsson nefndarmaður í fjárlaganefnd segir enn fremur nauðsynlegt að fá póst og fjarskiptastofnun fyrir nefndina. „Við báðum um að fá alla vega Samkeppniseftirlitið og Póst-og fjarskiptastofnun á fund. Við sitjum uppi með lántöku uppá einn og hálfan milljarð en enga lausn á því hvernig þetta verður til frambúðar,“ segir Björn Leví Gunnarsson.
Alþingi Íslandspóstur Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Fleiri fréttir Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Sjá meira