Erlent

Fjórir grunaðir ISIS-liðar handteknir í Níkaragva

Kjartan Kjartansson skrifar
Mennrinir fjórir fóru ólöglega yfir landamæri Kosta Ríka og Níkaragva. Óttast var að þeir ætluðu að reyna að komast til Bandaríkjanna.
Mennrinir fjórir fóru ólöglega yfir landamæri Kosta Ríka og Níkaragva. Óttast var að þeir ætluðu að reyna að komast til Bandaríkjanna. Vísir/Getty
Yfirvöld í Níkaragva hafa handtekið fjóra menn sem eru grunaðir um að tengjast hryðjuverkasamtökunum Ríki íslams. Mennirnir eru sagðir hafa komið ólöglega til landsins frá nágrannaríkinu Kosta Ríka.

Breska ríkisútvarpið BBC segir að lýsing á mönnunum passi við þá sem bandarískir embættismenn höfðu gefið út um þrjá grunaða menn sem gætu verið í Mið-Ameríku. Mennirnir eru á aldrinum 26 til 41 árs, tveir Egyptar og tveir Írakar.

Þeir hafa nú verið sendir aftur til Kosta Ríka. Þeir eru sagðir hafa komið þangað frá Panama en þá lágu engar upplýsingar fyrir um að hætta gæti stafað af þeim. Til stendur að senda þá aftur til heimalanda sinna.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.