Fótbolti

Bikarævintýri Samúels og Dags heldur áfram

Andri Eysteinsson skrifar
Samúel Kári á landsliðsæfingu.
Samúel Kári á landsliðsæfingu. vísir/vilhelm

Samúel Kári Friðjónsson og félagar í Víking Stavanger eru komnir í átta liða úrslit norska bikarsins eftir 5-2 sigur á Stabæk fyrr í dag.

Samúel Kári sem hefur verið fastamaður í liði Viking var á bekknum í dag og mátti láta sér það að góðu að sitja á bekknum allan leikinn.

Fjörið var mikið í fyrri hálfleik og leiddu heimamenn í Viking 3-2 eftir fyrri hálfleikinn. Þeir bættu svo við tveimur mörkum í síðari hálfleiknum.

Dagur Dan Þórhallsson er einnig kominn í átta liða úrslit norska bikarsins en Mjöndalen vann öruggan 3-0 sigur á Kongsvinger.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.