Bótaskylda Jóns Ársæls vegna Paradísarheimtar staðfest Sylvía Hall skrifar 26. júní 2019 18:17 Í þættinum sem um ræðir var talað við konu sem afplánaði dóm á Sogni. FBL/Ernir Bótaskylda Jóns Ársæls Þórðarsonar og Ríkissjónvarpsins gagnvart konu sem var viðmælandi og umfjöllunarefni í einum þátta Paradísarheimtar, þáttaraðar sem sýnd var á RÚV í vetur, hefur verið viðurkennd. Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Samkvæmt frétt á vef RÚV er málið í sáttaferli en bæði lögmenn RÚV og konunnar verjast allra fregna af málinu og segja það vera á viðkvæmu stigi. Ekki er vitað hvaða kröfu konan gerir í málinu en forsvarsmenn Ríkisútvarpsins vildu ekki tjá sig um málið. Í þættinum sem um ræðir var talað við konu sem afplánaði dóm á Sogni. Hún var þrítug þegar þátturinn var tekinn upp og ræddi hún þar baráttu sína við fíkn og erfið uppvaxtarár. Þátturinn fékk mikla umfjöllun eftir að hann var sýndur og þótti umdeildur.Þættirnir oft sagðir dansa á línunni Þáttaröðin Paradísarheimt vakti mikla athygli fyrir viðkvæm og umdeild umfjöllunarefni á sínum tíma. Meðal annars var tekið viðtal við íslenska konu sem skilgreinir sig sem þjóðernissinna og sagðist hún ekki kippa sér upp við það að vera kölluð nasisti. Var RÚV harðlega gagnrýnt fyrir að gefa slíkum skoðunum hljómgrunn í sjónvarpi. Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri RÚV, sagði það koma skýrt fram í þeim þætti að sjónarmiðin væru alfarið viðmælandans. Markmið þáttarins væri að ljá fólki rödd sem hefði verið utangáttar í samfélaginu eða talið á jaðrinum. Þættinum var í tvígang frestað þar sem upphaflega átti að sýna hann á alþjóðlegum minningardegi um helförina. Fjölmiðlar Tengdar fréttir RÚV hafi seilst of langt með umdeildu viðtali Ingibjörg Sólrún fyrrverandi utanríkisráðherra og borgarstjóri segir að RÚV hafi seilst of langt með umdeildu viðtali. 2. febrúar 2019 20:57 Viðtal RÚV við meintan nasista vekur umtal og undrun Samfélagsmiðlanotendur spyrja hvers vegna RÚV veiti þjóðernissinna sem segir helförina ekki hafa verið eins slæma og af er látið vettvang fyrir öfgaskoðanir. 25. janúar 2019 21:00 RÚV og Jón Ársæll dregin fyrir dóm Kona sem var viðmælandi og umfjöllunarefni í einum þátta sjónvarpsþáttaraðar Jóns Ársæls Þórðarsonar, Paradísarheimt, hefur höfðað mál gegn sjónvarpsmanninum góðkunna og Ríkisútvarpinu. 26. júní 2019 06:30 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira
Bótaskylda Jóns Ársæls Þórðarsonar og Ríkissjónvarpsins gagnvart konu sem var viðmælandi og umfjöllunarefni í einum þátta Paradísarheimtar, þáttaraðar sem sýnd var á RÚV í vetur, hefur verið viðurkennd. Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Samkvæmt frétt á vef RÚV er málið í sáttaferli en bæði lögmenn RÚV og konunnar verjast allra fregna af málinu og segja það vera á viðkvæmu stigi. Ekki er vitað hvaða kröfu konan gerir í málinu en forsvarsmenn Ríkisútvarpsins vildu ekki tjá sig um málið. Í þættinum sem um ræðir var talað við konu sem afplánaði dóm á Sogni. Hún var þrítug þegar þátturinn var tekinn upp og ræddi hún þar baráttu sína við fíkn og erfið uppvaxtarár. Þátturinn fékk mikla umfjöllun eftir að hann var sýndur og þótti umdeildur.Þættirnir oft sagðir dansa á línunni Þáttaröðin Paradísarheimt vakti mikla athygli fyrir viðkvæm og umdeild umfjöllunarefni á sínum tíma. Meðal annars var tekið viðtal við íslenska konu sem skilgreinir sig sem þjóðernissinna og sagðist hún ekki kippa sér upp við það að vera kölluð nasisti. Var RÚV harðlega gagnrýnt fyrir að gefa slíkum skoðunum hljómgrunn í sjónvarpi. Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri RÚV, sagði það koma skýrt fram í þeim þætti að sjónarmiðin væru alfarið viðmælandans. Markmið þáttarins væri að ljá fólki rödd sem hefði verið utangáttar í samfélaginu eða talið á jaðrinum. Þættinum var í tvígang frestað þar sem upphaflega átti að sýna hann á alþjóðlegum minningardegi um helförina.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir RÚV hafi seilst of langt með umdeildu viðtali Ingibjörg Sólrún fyrrverandi utanríkisráðherra og borgarstjóri segir að RÚV hafi seilst of langt með umdeildu viðtali. 2. febrúar 2019 20:57 Viðtal RÚV við meintan nasista vekur umtal og undrun Samfélagsmiðlanotendur spyrja hvers vegna RÚV veiti þjóðernissinna sem segir helförina ekki hafa verið eins slæma og af er látið vettvang fyrir öfgaskoðanir. 25. janúar 2019 21:00 RÚV og Jón Ársæll dregin fyrir dóm Kona sem var viðmælandi og umfjöllunarefni í einum þátta sjónvarpsþáttaraðar Jóns Ársæls Þórðarsonar, Paradísarheimt, hefur höfðað mál gegn sjónvarpsmanninum góðkunna og Ríkisútvarpinu. 26. júní 2019 06:30 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira
RÚV hafi seilst of langt með umdeildu viðtali Ingibjörg Sólrún fyrrverandi utanríkisráðherra og borgarstjóri segir að RÚV hafi seilst of langt með umdeildu viðtali. 2. febrúar 2019 20:57
Viðtal RÚV við meintan nasista vekur umtal og undrun Samfélagsmiðlanotendur spyrja hvers vegna RÚV veiti þjóðernissinna sem segir helförina ekki hafa verið eins slæma og af er látið vettvang fyrir öfgaskoðanir. 25. janúar 2019 21:00
RÚV og Jón Ársæll dregin fyrir dóm Kona sem var viðmælandi og umfjöllunarefni í einum þátta sjónvarpsþáttaraðar Jóns Ársæls Þórðarsonar, Paradísarheimt, hefur höfðað mál gegn sjónvarpsmanninum góðkunna og Ríkisútvarpinu. 26. júní 2019 06:30