Síle áfram eftir vítaspyrnukeppni

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Sanchez tryggði sigurinn með síðustu spyrnu Síle
Sanchez tryggði sigurinn með síðustu spyrnu Síle vísir/getty
Ríkjandi Suður-Ameríkumeistarar Síle komust í undanúrslit Suður-Ameríkukeppninnar í nótt eftir sigur á Kólumbíu í vítaspyrnukeppni.Liðunum tókst ekki að skora í venjulegum leiktíma né í framlengingu svo grípa varð til vítaspyrnukeppni. Þar fóru allar spyrnurnar inn þar til komið var að síðustu umferð vítaspyrnukeppninniar.William Tesillo hitti ekki á markrammann úr sinni spyrnu og Alexis Sanchez gat tryggt Síle sigurinn. Hann gerði það af öryggi og Síle spilar til undanúrslita.Sílemenn eru orðnir vanir vítaspyrnukeppnum en í síðustu tveimur úrslitaleikjum í Suður-Ameríkukeppninni hafa þeir mætt Argentínu í vítakeppni og haft betur í bæði skiptin. Spyrnur þeirra í nótt voru því allar mjög öruggar og átti David Ospina litla möguleika á að verja þær í marki Kólumbíu.

Tengd skjöl

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.