Fjölskylda greiddi 1,3 milljónir fyrir íbúð sem reyndist ekki vera til staðar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 28. júní 2019 19:00 Þrjár fjölskyldur sem leigt hafa íbúð af íslenskum leigusala á Tenerife sitja eftir með sárt ennið. Fjölskyldurnar lentu í því að hafa ekkert húsnæði þegar komið var í fríið. Dæmi er um að fjölskylda hafi greitt 1,3 milljónir fyrir íbúð sem ekki var til staðar. Ein fjölskyldan hefur lagt fram kæru í málinu og íhugar önnur að leita réttar síns. Síðastliðinn vetur fór Gunnhildur til Tenerife með fjölskyldunni í frí. Ákveðið var að leigja íbúð í gegnum íslenska þjónustu að nafni Tenerife Leigumiðlun. Fjölskyldan millifærði á leigusalann tæpa hálfa milljón fyrir vikudvöl í húsnæðinu. Þegar út var komið tók leigusalinn á móti fjölskyldunni og tjáði þeim að húsnæðið sem þau höfðu leigt væri ekki hæft til notkunar. Þess í stað hefði hann útvegað fjölskyldunni annarri íbúð, en eins og sjá má á myndunum eru íbúðirnar ekki sambærilegar. „Við vildum fá að sjá húsin og þau voru mjög langt frá því sem við vorum búin að borga fyrir. Við gátum ekki einu sinni setið öll og fengið okkur kvöldmat saman því það voru hvorki stólar né borðbúnaður til að gera það,“ sagði Gunnhildur Guðnýjardóttir, innanhússarkitekt. Leigusalinn sem um ræðir er íslenskur en íbúi á Tenerife segir algengt að Íslendingar leitist við að leigja íbúðir af öðrum Íslendingum. „Við trúðum þessu eiginlega ekki. Þetta lá á manni allan tímann. Þrátt fyrir að hafa fundið aðra íbúð þá vorum við búin að borga mikið og þurftum svo að borga enn meira til að vera á einhverjum almennilegum stað,“ sagði Gunnhildur.Íbúðirnar eru auglýstar í hinum ýmsu hópumSKJÁSKOT ÚR FRÉTTÖnnur fjölskylda sem fréttastofa náði tali af og leigði íbúð í gegnum sömu leigumiðlun, greiddi 1.3 milljónir fyrir gistingu. Þegar þau lentu á Tenerife var engin íbúð til staðar og fjölskyldan á götunni. Tóku þau upp á því að kanna málið frekar og fóru að skráðu heimilisfangi leigumiðlunarinnar en þar kannaðist enginn við leigusalann sem þau höfðu verið í sambandi við. Þurftu þau því að greiða hótelkostnað en að þeirra sögn hafa þau enn ekki fengið íbúðina endurgreidda. Fjölskyldan hefur leitað til lögmanns og er búið að leggja fram kæru í málinu. Að sögn lögmannsins hefur önnur fjölskylda sett sig í samband við hann í dag. Gunnhildur segir mikilvægt að fólk sé varað við umræddum viðskiptum. „Við viljum ekki að fleiri lendi í því sama og við. Þetta er bara hræðilegt að lenda í þessu og vera svo í stappi við manneskju sem ekki er hægt að treysta á neinn hátt,“ sagði Gunnhildur. Ekki náðist í leigusalann við vinnslu fréttarinnar. Ferðalög Lögreglumál Neytendur Spánn Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Sjá meira
Þrjár fjölskyldur sem leigt hafa íbúð af íslenskum leigusala á Tenerife sitja eftir með sárt ennið. Fjölskyldurnar lentu í því að hafa ekkert húsnæði þegar komið var í fríið. Dæmi er um að fjölskylda hafi greitt 1,3 milljónir fyrir íbúð sem ekki var til staðar. Ein fjölskyldan hefur lagt fram kæru í málinu og íhugar önnur að leita réttar síns. Síðastliðinn vetur fór Gunnhildur til Tenerife með fjölskyldunni í frí. Ákveðið var að leigja íbúð í gegnum íslenska þjónustu að nafni Tenerife Leigumiðlun. Fjölskyldan millifærði á leigusalann tæpa hálfa milljón fyrir vikudvöl í húsnæðinu. Þegar út var komið tók leigusalinn á móti fjölskyldunni og tjáði þeim að húsnæðið sem þau höfðu leigt væri ekki hæft til notkunar. Þess í stað hefði hann útvegað fjölskyldunni annarri íbúð, en eins og sjá má á myndunum eru íbúðirnar ekki sambærilegar. „Við vildum fá að sjá húsin og þau voru mjög langt frá því sem við vorum búin að borga fyrir. Við gátum ekki einu sinni setið öll og fengið okkur kvöldmat saman því það voru hvorki stólar né borðbúnaður til að gera það,“ sagði Gunnhildur Guðnýjardóttir, innanhússarkitekt. Leigusalinn sem um ræðir er íslenskur en íbúi á Tenerife segir algengt að Íslendingar leitist við að leigja íbúðir af öðrum Íslendingum. „Við trúðum þessu eiginlega ekki. Þetta lá á manni allan tímann. Þrátt fyrir að hafa fundið aðra íbúð þá vorum við búin að borga mikið og þurftum svo að borga enn meira til að vera á einhverjum almennilegum stað,“ sagði Gunnhildur.Íbúðirnar eru auglýstar í hinum ýmsu hópumSKJÁSKOT ÚR FRÉTTÖnnur fjölskylda sem fréttastofa náði tali af og leigði íbúð í gegnum sömu leigumiðlun, greiddi 1.3 milljónir fyrir gistingu. Þegar þau lentu á Tenerife var engin íbúð til staðar og fjölskyldan á götunni. Tóku þau upp á því að kanna málið frekar og fóru að skráðu heimilisfangi leigumiðlunarinnar en þar kannaðist enginn við leigusalann sem þau höfðu verið í sambandi við. Þurftu þau því að greiða hótelkostnað en að þeirra sögn hafa þau enn ekki fengið íbúðina endurgreidda. Fjölskyldan hefur leitað til lögmanns og er búið að leggja fram kæru í málinu. Að sögn lögmannsins hefur önnur fjölskylda sett sig í samband við hann í dag. Gunnhildur segir mikilvægt að fólk sé varað við umræddum viðskiptum. „Við viljum ekki að fleiri lendi í því sama og við. Þetta er bara hræðilegt að lenda í þessu og vera svo í stappi við manneskju sem ekki er hægt að treysta á neinn hátt,“ sagði Gunnhildur. Ekki náðist í leigusalann við vinnslu fréttarinnar.
Ferðalög Lögreglumál Neytendur Spánn Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Sjá meira
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent