Fyrsti sigur strákanna hans Lars kom í Þórshöfn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Lars hefur gert góða hluti með norska landsliðið.
Lars hefur gert góða hluti með norska landsliðið. vísir/getty
Noregur vann sinn fyrsta sigur í undankeppni EM 2020 þegar liðið lagði Færeyjar að velli, 0-2, í Þórshöfn í kvöld.

Strákarnir hans Lars Lagerbäck voru aðeins með tvö stig eftir fyrstu þrjá leikina í undankeppninni en eru nú komnir með fimm stig og upp í 4. sæti riðilsins.

Færeyjar hafa tapað öllum fjórum leikjum sínum og eru á botni riðilsins.

Bjørn Maars Johnsen, leikmaður AZ Alkmaar, skoraði bæði mörk Noregs í seinni hálfleik.



Brandur Olsen, leikmaður FH, og René Joensen, leikmaður Grindavíkur, voru í byrjunarliði Færeyja. Valsmaðurinn Kaj Leo í Bartalsstovu sat á varamannabekknum hjá Færeyingum.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira