Fótbolti

Bauluðu á Van Dijk: „Ánægðari að þeir bauli á leikmann í hinu liðinu“

Van Dijk og Sterling berjast í leiknum á fimmtudag.
Van Dijk og Sterling berjast í leiknum á fimmtudag. vísir/getty
Stuðningsmenn Englands bauluðu á miðvörð hollenska landsliðsins og Liverpool, Virgil Van Dijk, er Holland og England mættust í Þjóðadeildinni á fimmtudagskvöldið.

Enska landsliðið tapaði undanúrslitaleiknum 1-0 en vann svo Sviss í leiknum um þriðja sætið í vítaspyrnukeppni. Holland tapaði hins vegar úrslitaleiknum gegn Portúgal 1-0 og fékk því silfur.

Baul stuðningsmanna Englands á Van Dijk vakti mikla athygli en sjónvarpsmaðurinn og fyrrum knattspyrnumaðurinn, Gary Lineker, var á meðal þeirra sem furðuðu sig á þessu.





Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, sló hins vegar á létta strengi er hann var spurður út í atvikið á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn Sviss um þriðja sætið.

„Ég er ánægðari að þeir bauli á leikmann í hinu liðinu heldur en að þeir bauli á okkar leikmenn,“ sagði Southgate léttur í bragði.

Enskir landsliðsmenn hafa í gegnum tíðina ekki verið vinsælustu mennirnir í heimalandinu þegar illa hefur gengið. Þá hafa þeir reglulega fengið verðskuldað baul en undanfarið ár hefur verið gott hjá enska landsliðinu undir stjórn Southgate.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×