Fótbolti

Bauluðu á Van Dijk: „Ánægðari að þeir bauli á leikmann í hinu liðinu“

Van Dijk og Sterling berjast í leiknum á fimmtudag.
Van Dijk og Sterling berjast í leiknum á fimmtudag. vísir/getty

Stuðningsmenn Englands bauluðu á miðvörð hollenska landsliðsins og Liverpool, Virgil Van Dijk, er Holland og England mættust í Þjóðadeildinni á fimmtudagskvöldið.

Enska landsliðið tapaði undanúrslitaleiknum 1-0 en vann svo Sviss í leiknum um þriðja sætið í vítaspyrnukeppni. Holland tapaði hins vegar úrslitaleiknum gegn Portúgal 1-0 og fékk því silfur.

Baul stuðningsmanna Englands á Van Dijk vakti mikla athygli en sjónvarpsmaðurinn og fyrrum knattspyrnumaðurinn, Gary Lineker, var á meðal þeirra sem furðuðu sig á þessu.
Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, sló hins vegar á létta strengi er hann var spurður út í atvikið á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn Sviss um þriðja sætið.

„Ég er ánægðari að þeir bauli á leikmann í hinu liðinu heldur en að þeir bauli á okkar leikmenn,“ sagði Southgate léttur í bragði.

Enskir landsliðsmenn hafa í gegnum tíðina ekki verið vinsælustu mennirnir í heimalandinu þegar illa hefur gengið. Þá hafa þeir reglulega fengið verðskuldað baul en undanfarið ár hefur verið gott hjá enska landsliðinu undir stjórn Southgate.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.