Fótbolti

Dramatískur sigur Evrópumeistaranna

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Jill Roord fagnar marki sínu
Jill Roord fagnar marki sínu vísir/Getty

Jill Roord var hetja Hollendinga gegn Nýja Sjálandi á HM kvenna í fótbolta þegar hún skoraði eina mark leiksins í uppbótartíma.

Evrópumeistarar Hollands voru með mikla yfirburði gegn Nýja Sjálandi í fyrsta leik liðanna í E-riðli HM í Frakklandi.

Þrátt fyrir yfirburði á boltanum náðu þær hollensku aðeins þremur skotum á markrammann og var eitt þeirra skalli frá Roord í uppbótartíma af stuttu færi.

Biðin eftir fyrsta sigri Nýja Sjálands á HM í sögu liðsins heldur því enn áfram en þær spila við Kanada í næsta leik riðilsins. Kanada hafði betur gegn Kamerún í gærkvöldi í sama riðli.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.