Viðbrögð tyrkneskra stjórnvalda komu utanríkisráðherra á óvart Sylvía Hall skrifar 11. júní 2019 22:25 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Starfsmenn utanríkisráðuneytisins voru ræstir út í gær vegna fjaðrafoksins í kringum tyrkneska landsliðið. Skipti engu þó um frídag væri að ræða þar sem ekki er hægt að bíða með svona mál að sögn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra sem var í viðtali við Reykjavík síðdegis í dag. Guðlaugur átti símafund við tyrkneska utanríkisráðherrann í morgun þar sem málið var rætt. Tyrkneska landsliðið kvartaði undan seinagangi við vegabréfaskoðun og öryggisleit en farið hafði verið fram á flýtimeðferð fyrir landsliðið. Ekki var orðið við þeirri beiðni enda er slík flýtimeðferð einungis veitt embættismönnum og annað væri undantekning frá því verklagi sem hér þekkist. „Eins og menn vita þá voru þeir ekki sáttir við móttökurnar og það sem ég lagði áherslu á það að hér væri ekki um neitt annað að ræða en hefðbundið verklag. Flugvélin kom frá flugvelli sem er ekki innan Schengen-svæðisins og það var farið eftir hefðbundnu verklagi og öryggisskoðun,“ segir Guðlaugur.Tyrknesk stjórnvöld óskuðu í gær eftir skýringum á meintum töfum við eftirlitið. Áréttaði utanríkisráðuneytið að framkvæmdin hafi verið í samræmi við hefðbundið verklag en Isavia sagði raftæki og vökva hafa tafið leitina. „Það var misskilningur í gangi um að þeir hefðu verið þarna mjög lengi, það leið klukkutími og tuttugu mínútur frá því að þeir komu á flugvöllinn þar til þeir fóru í rútuna,“ segir Guðlaugur.Ýmislegt sem kemur upp í starfi utanríkisráðherra Guðlaugur segir ekki kippa sér mikið upp við málið enda komi ýmislegt á borð hans. Það sé eðli vinnu hans að málin séu fjölbreytt og því hafi þetta ekki komið neitt á óvart. Honum hafi þótt sjálfsagt að eiga þennan fund við utanríkisráðherra Tyrklands fyrst óskað var eftir því. „Auðvitað vorum við ekki sammála, það liggur alveg fyrir, en við höfum rætt saman áður og tekist að komast í gegnum mál sem eru flókin úrlausnar og í þessu tilfelli var auðvitað alveg sjálfsagt að verða við beiðni hans að taka þennan símafund. Svo fer ég bara yfir okkar sjónarmið í málinu og útskýri það sem mér finnst vera ekki skýrt og hann kemur síðan með sín sjónarmið,“ segir Guðlaugur. Hann segir kjarna málsins vera í því að knattspyrnan sé augljóslega mikilvæg hjá fleiri þjóðum en bara okkur en málið atburðarásin sé þó ótrúleg tilviljun. Viðbrögð tyrkneskra stjórnvalda hafi þó komið honum á óvart. „Ég skal alveg viðurkenna það að viðbrögð tyrkneskra stjórnvalda hafa komið mér á óvart. Samskipti landana hafa verið góð um áratuga skeið og okkur tekist að ræða erfið málefni og ég treysti því að svo verði áfram,“ segir Guðlaugur sem spáði jafnframt rétt fyrir um úrslit leiksins og sagði hann fara 2-1 fyrir Íslandi. Tyrkland Tengdar fréttir Isavia segir raftæki og vökva hafa tafið öryggisleit tyrkneska liðsins Leitin tók óvenjulega langan tíma. 10. júní 2019 12:41 Tyrknesk stjórnvöld óskuðu skýringa á meintum töfum á flugvellinum Sendiráð Tyrklands í Osló hafði óskað eftir hraðmeðferð fyrir liðið. 10. júní 2019 16:41 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Sjá meira
Starfsmenn utanríkisráðuneytisins voru ræstir út í gær vegna fjaðrafoksins í kringum tyrkneska landsliðið. Skipti engu þó um frídag væri að ræða þar sem ekki er hægt að bíða með svona mál að sögn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra sem var í viðtali við Reykjavík síðdegis í dag. Guðlaugur átti símafund við tyrkneska utanríkisráðherrann í morgun þar sem málið var rætt. Tyrkneska landsliðið kvartaði undan seinagangi við vegabréfaskoðun og öryggisleit en farið hafði verið fram á flýtimeðferð fyrir landsliðið. Ekki var orðið við þeirri beiðni enda er slík flýtimeðferð einungis veitt embættismönnum og annað væri undantekning frá því verklagi sem hér þekkist. „Eins og menn vita þá voru þeir ekki sáttir við móttökurnar og það sem ég lagði áherslu á það að hér væri ekki um neitt annað að ræða en hefðbundið verklag. Flugvélin kom frá flugvelli sem er ekki innan Schengen-svæðisins og það var farið eftir hefðbundnu verklagi og öryggisskoðun,“ segir Guðlaugur.Tyrknesk stjórnvöld óskuðu í gær eftir skýringum á meintum töfum við eftirlitið. Áréttaði utanríkisráðuneytið að framkvæmdin hafi verið í samræmi við hefðbundið verklag en Isavia sagði raftæki og vökva hafa tafið leitina. „Það var misskilningur í gangi um að þeir hefðu verið þarna mjög lengi, það leið klukkutími og tuttugu mínútur frá því að þeir komu á flugvöllinn þar til þeir fóru í rútuna,“ segir Guðlaugur.Ýmislegt sem kemur upp í starfi utanríkisráðherra Guðlaugur segir ekki kippa sér mikið upp við málið enda komi ýmislegt á borð hans. Það sé eðli vinnu hans að málin séu fjölbreytt og því hafi þetta ekki komið neitt á óvart. Honum hafi þótt sjálfsagt að eiga þennan fund við utanríkisráðherra Tyrklands fyrst óskað var eftir því. „Auðvitað vorum við ekki sammála, það liggur alveg fyrir, en við höfum rætt saman áður og tekist að komast í gegnum mál sem eru flókin úrlausnar og í þessu tilfelli var auðvitað alveg sjálfsagt að verða við beiðni hans að taka þennan símafund. Svo fer ég bara yfir okkar sjónarmið í málinu og útskýri það sem mér finnst vera ekki skýrt og hann kemur síðan með sín sjónarmið,“ segir Guðlaugur. Hann segir kjarna málsins vera í því að knattspyrnan sé augljóslega mikilvæg hjá fleiri þjóðum en bara okkur en málið atburðarásin sé þó ótrúleg tilviljun. Viðbrögð tyrkneskra stjórnvalda hafi þó komið honum á óvart. „Ég skal alveg viðurkenna það að viðbrögð tyrkneskra stjórnvalda hafa komið mér á óvart. Samskipti landana hafa verið góð um áratuga skeið og okkur tekist að ræða erfið málefni og ég treysti því að svo verði áfram,“ segir Guðlaugur sem spáði jafnframt rétt fyrir um úrslit leiksins og sagði hann fara 2-1 fyrir Íslandi.
Tyrkland Tengdar fréttir Isavia segir raftæki og vökva hafa tafið öryggisleit tyrkneska liðsins Leitin tók óvenjulega langan tíma. 10. júní 2019 12:41 Tyrknesk stjórnvöld óskuðu skýringa á meintum töfum á flugvellinum Sendiráð Tyrklands í Osló hafði óskað eftir hraðmeðferð fyrir liðið. 10. júní 2019 16:41 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Sjá meira
Isavia segir raftæki og vökva hafa tafið öryggisleit tyrkneska liðsins Leitin tók óvenjulega langan tíma. 10. júní 2019 12:41
Tyrknesk stjórnvöld óskuðu skýringa á meintum töfum á flugvellinum Sendiráð Tyrklands í Osló hafði óskað eftir hraðmeðferð fyrir liðið. 10. júní 2019 16:41