Fótbolti

Mbappe skaut föstum skotum: „Gleymdir að ég vil spila í marki“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mbappe í landsleik gærkvöldsins.
Mbappe í landsleik gærkvöldsins. vísir/getty

Kylian Mbappe, framherji PSG og franska landsliðsins, sló á létta strengi á Twitter-síðu sinni í gærkvöldi er Twitter-síðan Transfer News birti tíst um hann í gær.

Twitter-síðan Transfer News sem er með tæplega hundrað þúsund fylgjendur sagði frá því á síðu sinni í gær að Mbappe væri með ákveðnar kröfur ef PSG ætli að halda honum.

Þar sögðu þeir frá þremur kröfum; hann yrði að spila sem fremsti maður, hann verði að taka öll víti og að hann yrði að fá hærri prósentu af ímyndarétt sínum.

Mbappe var ekki parsáttur með þetta og svaraði þessari síðu í gærkvöldi eftir að hafa spilað í 4-0 sigri Frakka á Andorra í undankeppni EM 2020 í gærkvöldi.

Mbappe kallaði þetta falsfréttir og sagði að hann hafi gleymt að segja frá því að Mbappe vildi spila í markinu.

Frakkinn hefur verið mikið orðaður við Real Madrid en miðað við þetta tíst er hann ekki mikið á förum frá Frakklandi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.