Umdeilt víti og ótrúlegt sjálfsmark í sigri Frakklands á Noregi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Eugenie Le Sommer og Amel Majri fagna marki þeirrar fyrrnefndu.
Eugenie Le Sommer og Amel Majri fagna marki þeirrar fyrrnefndu. vísir/getty
Frakkland er með fullt hús stiga í A-riðli heimsmeistaramóts kvenna í fótbolta eftir sigur á Noregi, 2-1, í Nice í kvöld. Eugenie Le Sommer skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu þegar 18 mínútur voru til leiksloka.Frakkland er með sex stig á toppi riðilsins en Noregur er með þrjú stig í 2. sæti. Nígería er einnig með þrjú stig í 3. sætinu.Staðan var markalaus í hálfleik en eftir aðeins 44 sekúndur í seinni hálfleik kom Gauvin Frökkum yfir. Amel Majri átti þá fyrirgjöf frá vinstri, Gauvin stakk sér fram fyrir Maríu Þórisdóttur og skoraði.Á 54. mínútu jafnaði Wendie Renard fyrir Norðmenn þegar hún skoraði ótrúlegt sjálfsmark. Renard, sem skoraði tvisvar í rétt mark í 4-0 sigri Frakklands á Suður-Kóreu í fyrsta leik mótsins, setti boltann í eigið mark þrátt fyrir að enginn leikmaður Noregs væri nálægt henni.Renard var því væntanlega fegnasti leikmaður vallarins þegar Le Sommer skoraði sigurmark Frakka á 72. mínútu. Bibina Steinhaus, dómari leiksins, dæmdi víti á Ingrid Engen fyrir brot á Marion Torrent með hjálp myndbandsdómgæslu. Norsku leikmennirnir voru afar ósáttir með dóminn sem var afar umdeildur. Le Sommer var hins vegar alveg sama og skoraði af öryggi. Hún skoraði einnig í sigrinum á Mexíkó og hefur skorað tólf mörk í síðustu tólf leikjum sínum fyrir franska liðið.María lék allan leikinn fyrir Noreg sem mætir Suður-Kóreu í Reims á mánudaginn. Sama dag mætir Frakkland Nígeríu í Rennes. Frakkar eru svo gott sem komnir í 16-liða úrslit og staða Norðmanna er einnig góð.

Tengd skjöl

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.