Lífið

Myndatökur bannaðar í brúðkaupinu hjá Sólrúnu Diego

Andri Eysteinsson skrifar
Sólrún er ein vinsælasta samfélagsmiðlastjarna landsins.
Sólrún er ein vinsælasta samfélagsmiðlastjarna landsins. Stöð 2

Samfélagsmiðlastjarnan Sólrún Diego ætlar ekki að greina fylgjendum sínum frá dagsetningu brúðkaups hennar og unnusta síns Frans Garðarssonar, þá verða myndatökur bannaðar í athöfninni. Þó segir Sólrún að myndir frá deginum muni væntanlega rata inn á Instagram síðu hennar eftir brúðkaupið.

Frá þessu greindi Sólrún á Instagram-síðu sinni þar sem hún bauð fylgjendum sínum upp á spurt og svarað. Sólrún sem er ein vinsælasta samfélagsmiðlastjarna landsins hefur deilt myndum af undirbúningi brúðkaupsins með fylgjendum sínum síðustu mánuði.

 
 
 
View this post on Instagram
Brúðarkjólamátun
A post shared by Sólrún Diego (@solrundiego) on
Þá greindi Sólrún fylgjendum sínum einnig frá því að langbest væri að búa í Mosfellsbæ og viðurkenndi að henni fyndist ananas góður á pizzu.

Sólrún Diego greindi frá þessu á Instagram. Skjáskot/Instagram:solrundiego

Tengdar fréttir

Sólrún Diego hætt á Snapchat

Þrifsnapparinn Sólrún Diego er hætt á Snapchat en hún greindi fylgjendum sínum frá þessu á miðlinum fyrir stundu.

Sólrún Diego og Frans flytja

Snapchat-stjarnan Sólrún Diego og Frans Veigar Garðarsson hafa ákveðið að færa sig um set og er íbúð þeirra við Þorrasalir í Kópavogi á sölu og er ásett verð 49,9 milljónir.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.