Lífið

Sólrún Diego hætt á Snapchat

Stefán Árni Pálsson skrifar
Samfélagsmiðlastjarnan Sólrún Diego.
Samfélagsmiðlastjarnan Sólrún Diego. Stöð 2

Þrifsnapparinn Sólrún Diego er hætt á Snapchat en hún greindi fylgjendum sínum frá þessu á miðlinum fyrir stundu og DV.is  greindi fyrst frá.

Sólrún vakti fyrst athygli fyrir að sýna þrifráð á Snapchat og hafa tugþúsundir Íslendinga fylgst með henni í nokkur ár.

„Ég ætla að loka þessum miðli,“ segir Sólrún á Snapchat.

„Ég hef átt yndislegan tíma á þessum miðli. Hann hefur leyft mér að fá alls konar tækifæri,“ segir Sólrún sem ætlar meira að snúa sér að Instagram núna.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.