Lífið

Sólrún Diego og Frans flytja

Stefán Árni Pálsson skrifar
Virkilega falleg eign.
Virkilega falleg eign. myndir/fasteignaljosmyndun.is

Snapchat-stjarnan Sólrún Diego og Frans Veigar Garðarsson hafa ákveðið að færa sig um set og er íbúð þeirra við Þorrasalir í Kópavogi á sölu  og er ásett verð 49,9 milljónir.

Sólrún Diego hefur verið ein alskærasta samfélagsmiðlastjarna Íslands síðastliðin misseri og hafa þúsundir Íslendinga fylgst með ævintýrum hennar og fjölskyldunnar á Snapchat. Hún er orðin landsþekkt fyrir einföld en áhrifarík þrifráð og er hún líklega ástæða þess að finna má hina svokölluðu „scrubstone“ á nær öllum heimilum landsins.

Fyrir síðustu jól gaf Sólrún út bókina Heima sem rokseldist og gaf hún helstu rithöfundum landsins ekkert eftir en Björn Bragi Arnarson skrifaði bókina Heima og Snorri Björnsson tók ljósmyndir.

Um er að ræða bjarta og fallega íbúð á jarðhæð í fjölbýlishúsi. Húsið var byggt árið 2014 og er stærð eignarinnar um hundrað fermetrar.
Fasteignamat íbúðarinnar er rúmlega fjörutíu milljónir. Sólrún og Frans eiga saman tvö börn, stúlku og dreng sem kom í heiminn fyrr á þessu ári.
Tvö svefnherbergi eru í íbúðinni sem er hin glæsilegasta og hefur parið komið sem einstaklega vel fyrir eins og sjá má hér að neðan.

Uppfært klukkan 13:32 - Í upphaflegu útgáfu fréttarinnar kom fram að Sólrún og Frans væru að selja íbúðina en rétt er að þau eru að flytja annað og hafa verið leigjendur. 

Húsið er snyrtilegt að utan enda aðeins fjögurra ára. myndir/fasteignaljosmyndun.is
Eldhúsið opið og bjart. myndir/fasteignaljosmyndun.is
Stofan og eldhús eitt stórt rými. myndir/fasteignaljosmyndun.is
Falleg borðstofa og hugguleg sjónvarpsaðstaða. myndir/fasteignaljosmyndun.is
Fínasti pallur. myndir/fasteignaljosmyndun.is


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.