Veðrið ekki alveg í takt við langtímaspá Einars sem boðaði bleytu í sumar Birgir Olgeirsson skrifar 12. júní 2019 14:28 Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. Myndin er samsett. Það stefnir í met sólskinsstunda í Reykjavík í júní mánuði ef fram fer sem horfir. Það sem af er júní mánuði eru sólskinsstundirnar 171,3, eða 8,3 stundum meira en mest hefur áður mælst sömu daga árið 1924.Þessi staðreyndin gerir langtímaveðurspá Einar Sveinbjörnssonar veðurfræðings frá því í maí nokkuð athyglisverða en hann brást ekki illa við því þegar Vísir bar hana undir hann í dag. Í langtímaveðurspá Einars var gert ráð fyrir að veðurlag sumarsins myndi einkennast af þokkalegum hlýindum en Einar spáði hins vegar fyrir meiri úrkomu að jafnaði í þessari þriggja mánaða spá sem náði yfir júní, júlí og ágúst. Bjartviðri hefur hins vegar verið víðs vegar um landið það sem af er sumri.Sumarið byrjar ekki í takt við spána „Þessi spá sem þú vísar í er byggð á gögnum sem ég las úr fyrir júní, júlí og ágúst. Þau bentu eindregið til að það yrði hlýtt í heildina en heldur meiri bleyta en venjan er um norðvestanvert landið,“ segir Einar. Hann bendir reyndar að í dag sé 12. júní og því er ekki einn sjötti liðinn af þessu tímabili sem hann spáði fyrir um. „En tímabilið byrjar vissulega þannig að það er ekki í tak við spána,“ segir Einar. Tekur hann fram að þessar langtímaspár eru meira settar fram til gaman heldur en alvöru. „Það er ekki hægt að treysta langtímaspám á sama hátt og maður getur treyst tveggja til þriggja daga spánni,“ segir Einar. Eru langtímaspár byggðar á vangaveltum um frávik í yfirborðshita sjávar og hafís og hvernig það getur mögulega haft áhrif á loftstraumana í kringum landið. „Stundum sér maður ekkert út úr þessum spám en það sem sást í þessum gögnum fyrir sumarið er ekkert í líkingu við það sem við höfum verið að sjá í veðrinu að undanförnu. Það hefur verið mjög hár loftþrýstingur yfir Íslandi frá því í byrjun maí, vel yfir meðallagi,“ segir Einar en háum loftþrýstingi á vorin fylgja margar sólskinsstundir og minni úrkoma.Fyrirstöðuhæðin öðruvísi í ár Það sem veldur þessu er svokölluð fyrirstöðuhæð sem hefur myndast nærri landinu og haldið kyrr fyrir, og þá frekar yfir Grænlandi. Í fyrra voru einnig fyrirstöðuhæðir en þær voru þá meira yfir Bretlandseyjum og Skandinavíu. Ísland var vestan megin við fyrirstöðuhæðina sem varð þess valdandi að ríkjandi vestanvindar færðu lægðir til Íslands. „Sumpart er þetta tilviljun og aðrir þættir sem við áttum okkur ekki sem stýra þessu. Við þekkjum ekki alltaf orsakasamhengið.“ Margir hafa talað um sumarið í fyrra sem rigningasumarið mikla en Einar segir það ekki hafa verið svo. Óþurrkar og kuldi voru ríkjandi framan af á Suðurlandi en bændur náðu þó ágætum heyjum. Það rigndi ekki heldur upp á hvern einasta daga líkt og gerði þegar rigningarsumur stóðu yfir í gamla daga.Gæti dregið til tíðinda í kringum sumarsólstöður Í ár hefur sumarið boðið upp á bjartviðri víða um land en mögulega síst á Norðausturlandi þar sem var mikil veðurblíða í fyrra. Sumarið hefur ekki verið neitt sérlega hlýtt framan af þó svo það hafi verið bjart. Heldur hefur kólnað á nóttunni og næturfrost tíð. Næstu fimm til sex eru horfur á þann veg að háþrýstisvæðið verður enn viðloðandi landið með tilheyrandi bjartviðri en um sumarsólstöðurnar upp úr 20. júní gæti veðrið skipt um gír. Veður Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
Það stefnir í met sólskinsstunda í Reykjavík í júní mánuði ef fram fer sem horfir. Það sem af er júní mánuði eru sólskinsstundirnar 171,3, eða 8,3 stundum meira en mest hefur áður mælst sömu daga árið 1924.Þessi staðreyndin gerir langtímaveðurspá Einar Sveinbjörnssonar veðurfræðings frá því í maí nokkuð athyglisverða en hann brást ekki illa við því þegar Vísir bar hana undir hann í dag. Í langtímaveðurspá Einars var gert ráð fyrir að veðurlag sumarsins myndi einkennast af þokkalegum hlýindum en Einar spáði hins vegar fyrir meiri úrkomu að jafnaði í þessari þriggja mánaða spá sem náði yfir júní, júlí og ágúst. Bjartviðri hefur hins vegar verið víðs vegar um landið það sem af er sumri.Sumarið byrjar ekki í takt við spána „Þessi spá sem þú vísar í er byggð á gögnum sem ég las úr fyrir júní, júlí og ágúst. Þau bentu eindregið til að það yrði hlýtt í heildina en heldur meiri bleyta en venjan er um norðvestanvert landið,“ segir Einar. Hann bendir reyndar að í dag sé 12. júní og því er ekki einn sjötti liðinn af þessu tímabili sem hann spáði fyrir um. „En tímabilið byrjar vissulega þannig að það er ekki í tak við spána,“ segir Einar. Tekur hann fram að þessar langtímaspár eru meira settar fram til gaman heldur en alvöru. „Það er ekki hægt að treysta langtímaspám á sama hátt og maður getur treyst tveggja til þriggja daga spánni,“ segir Einar. Eru langtímaspár byggðar á vangaveltum um frávik í yfirborðshita sjávar og hafís og hvernig það getur mögulega haft áhrif á loftstraumana í kringum landið. „Stundum sér maður ekkert út úr þessum spám en það sem sást í þessum gögnum fyrir sumarið er ekkert í líkingu við það sem við höfum verið að sjá í veðrinu að undanförnu. Það hefur verið mjög hár loftþrýstingur yfir Íslandi frá því í byrjun maí, vel yfir meðallagi,“ segir Einar en háum loftþrýstingi á vorin fylgja margar sólskinsstundir og minni úrkoma.Fyrirstöðuhæðin öðruvísi í ár Það sem veldur þessu er svokölluð fyrirstöðuhæð sem hefur myndast nærri landinu og haldið kyrr fyrir, og þá frekar yfir Grænlandi. Í fyrra voru einnig fyrirstöðuhæðir en þær voru þá meira yfir Bretlandseyjum og Skandinavíu. Ísland var vestan megin við fyrirstöðuhæðina sem varð þess valdandi að ríkjandi vestanvindar færðu lægðir til Íslands. „Sumpart er þetta tilviljun og aðrir þættir sem við áttum okkur ekki sem stýra þessu. Við þekkjum ekki alltaf orsakasamhengið.“ Margir hafa talað um sumarið í fyrra sem rigningasumarið mikla en Einar segir það ekki hafa verið svo. Óþurrkar og kuldi voru ríkjandi framan af á Suðurlandi en bændur náðu þó ágætum heyjum. Það rigndi ekki heldur upp á hvern einasta daga líkt og gerði þegar rigningarsumur stóðu yfir í gamla daga.Gæti dregið til tíðinda í kringum sumarsólstöður Í ár hefur sumarið boðið upp á bjartviðri víða um land en mögulega síst á Norðausturlandi þar sem var mikil veðurblíða í fyrra. Sumarið hefur ekki verið neitt sérlega hlýtt framan af þó svo það hafi verið bjart. Heldur hefur kólnað á nóttunni og næturfrost tíð. Næstu fimm til sex eru horfur á þann veg að háþrýstisvæðið verður enn viðloðandi landið með tilheyrandi bjartviðri en um sumarsólstöðurnar upp úr 20. júní gæti veðrið skipt um gír.
Veður Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira