Fótbolti

„Ísland vann England á sama leikvangi og María brýtur niður allt og alla“

Anton Ingi Leifsson skrifar
María í leiknum í gær.
María í leiknum í gær. vísir/getty

María Þórisdóttir spilaði allan leikinn í vörn Noregs er þær töpuðu 2-1 fyrir Frökkum á HM kvena í gærkvöldi en sigurmarkið kom úr vítaspyrnu tuttugu mínútum fyrir leikslok.

María fékk mikið hrós fyrir frammistöðu sína í fyrsta leiknum gegn Nígeríu þar sem norska landsliðsins hélt hreinu.

Leikur Noregs og Frakka í gær fór fram í hreiðrinu í Nice, sama velli og Ísland vann England, á EM fyrir þremur árum síðan. Góðar minningar það.

Jonas Giæver, norskur blaðamaður, var hrifinn af leik Maríu í gær en hann birti tíst í fyrri hálfleiknum þar sem hann ræddi íslensk ættaða varnarmanninn.

María er dóttir Þóris Heirgeirssonar, frá Selfossi, en Þórir er landsliðsþjálfari norska kvennalandsins í handbolta.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.