Fótbolti

„Ísland vann England á sama leikvangi og María brýtur niður allt og alla“

Anton Ingi Leifsson skrifar
María í leiknum í gær.
María í leiknum í gær. vísir/getty
María Þórisdóttir spilaði allan leikinn í vörn Noregs er þær töpuðu 2-1 fyrir Frökkum á HM kvena í gærkvöldi en sigurmarkið kom úr vítaspyrnu tuttugu mínútum fyrir leikslok.

María fékk mikið hrós fyrir frammistöðu sína í fyrsta leiknum gegn Nígeríu þar sem norska landsliðsins hélt hreinu.

Leikur Noregs og Frakka í gær fór fram í hreiðrinu í Nice, sama velli og Ísland vann England, á EM fyrir þremur árum síðan. Góðar minningar það.

Jonas Giæver, norskur blaðamaður, var hrifinn af leik Maríu í gær en hann birti tíst í fyrri hálfleiknum þar sem hann ræddi íslensk ættaða varnarmanninn.







María er dóttir Þóris Heirgeirssonar, frá Selfossi, en Þórir er landsliðsþjálfari norska kvennalandsins í handbolta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×