Fótbolti

Fékk lægstu einkunnina eftir skrautlegt sjálfsmark | María sú fjórða hæsta hjá Noregi

Anton Ingi Leifsson skrifar
María svekkt eftir tapið í gær.
María svekkt eftir tapið í gær. vísir/getty
Noregur er með þrjú stig í A-riðli HM kvenna eftir 2-1 tap gegn gestgjöfunum, Frökkum, í annari umferð riðilsins sem leikinn var í gærkvöldi.

Sigurmarkið kom úr umdeildri vítaspyrnu um tuttugu mínútum fyrir leikslok sem var dæmt eftir að dómari leiksins, Bibiana Steinhaus, skoðaði atvikið í VARsjánni.

Jöfnunarmark Noregs á 54. mínútu var hins vegar af skrautlegri gerðinni. Hættulítil fyrirgjöf kom fyrir markið og í stað þess að sparka boltanum í horn, sparkaði Wendie Renard boltanum í sitt eigið net.

Afskaplega klaufalegt en sem betur fer fyrir Renard skoraði Eugenie Le Sommer úr vítaspyrnunni átján mínútum síðar og Frakkarnir eru á toppnum með sex stig.







Lesendur BBC gáfu leikmönnum einkunn eftir leikinn í gær og það kom ekki á óvart að lægstu einkunnina fékk Renard eða 4,98. Samherji hennar í vörninni, Torrent, var hæst í franska liðinu eða með 6,44.

Maður leiksins kom hins vegar úr norska liðinu en það var framherjinn Isabell Herlovsen. Hún fékk 6,50 í einkunn en María Þórisdóttir var sú fjórða í norska liðinu með 6,41 stig.

Noregur er með þrjú stig í riðlinum en liðið mætir Suður-Kóreu á mánudaginn. Sigur þar kemur liðinu í 16-liða úrslitin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×